Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1933, Blaðsíða 82

Andvari - 01.01.1933, Blaðsíða 82
78 Á Arnarvatnsheiði. Anduar.' hrossa gangi um alla þessa sameiginlegu afrétti, þá er þar ekki fullskipað. En meira er þó útrýmið í hinum mörgu og miklu vötnum, ef sú tíð kæmi einhvern tíma, að þar yrði stunduð silungsrækt. Enginn veit, nema þeir tímar kunni að koma aftur, að fjallagrös teljist þess virði, að þeim sé gaumur gefinn og þau verði talin meðal þeirra nytja, sem heiðarnar gefa af sér. Mér þykir það í alla staði náttúrlegt og mannlegt, að kaupstaðabúar leiti íslenzku heiðanna til þess að njóta þar sumarsælunnar, en ekki getur það komið til mála, að menn flytji þangað um lengri eða skemmri tíma, nema að semja um leyfi hjá þeim mönnum, sem yfir þeim eignum ráða. Veiðirán á sér ekki meira rétt þar en á öðrum stöðum, en þar geta menn alstaðar veitt silung, bæði til gagns og dægrastyttingar. Það væri heldur enginn verri eða minni maður, þótt hann tíndi fjallagrös í sumarfríi. Þau voru talin holl og nytsöm til matarbóta, og eru það víst enn sem fyrr. Um Hallmundarhraun væri margt hægt að segja þeim til fróðleiks, sem þangað hafa aldrei komið. Margt er þar þó órannsakað enn, og enginn vafi er á því, að þar er fjöldi af holum og hellum, sem enn eru óþekkt. Hallmundarhraun hefir í byrjun vega sinna flætt eins og stórfljót austan frá Langajökulsenda og niður fyrir Gilsbakka í Hvítársíðu. Liggur það sunnan megin við Arnarvatnsheiði, en Norðlingafljót skilur löndin milli hrauns og heiðar. Hraun þetta er kunnast fyrir hina víðfrægu hella, þar sem Surtshellir er frægastur sakir stærðar hans, og þá ekki síður i sambandi við mann- virki þau, sem sjást þar frá Iandnámsöld. Sekir menn leituðu sér þar griðastaðar. Hvergi geymast vegsum- merki frá fyrri öldum betur en á slíkum stöðum. Þar í hinum köldu hraunskútum er efnabreyting svo hægfara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.