Andvari - 01.01.1933, Blaðsíða 82
78
Á Arnarvatnsheiði.
Anduar.'
hrossa gangi um alla þessa sameiginlegu afrétti, þá er
þar ekki fullskipað. En meira er þó útrýmið í hinum
mörgu og miklu vötnum, ef sú tíð kæmi einhvern tíma,
að þar yrði stunduð silungsrækt. Enginn veit, nema þeir
tímar kunni að koma aftur, að fjallagrös teljist þess
virði, að þeim sé gaumur gefinn og þau verði talin
meðal þeirra nytja, sem heiðarnar gefa af sér.
Mér þykir það í alla staði náttúrlegt og mannlegt, að
kaupstaðabúar leiti íslenzku heiðanna til þess að njóta
þar sumarsælunnar, en ekki getur það komið til mála,
að menn flytji þangað um lengri eða skemmri tíma,
nema að semja um leyfi hjá þeim mönnum, sem yfir
þeim eignum ráða. Veiðirán á sér ekki meira rétt þar
en á öðrum stöðum, en þar geta menn alstaðar veitt
silung, bæði til gagns og dægrastyttingar. Það væri
heldur enginn verri eða minni maður, þótt hann tíndi
fjallagrös í sumarfríi. Þau voru talin holl og nytsöm til
matarbóta, og eru það víst enn sem fyrr.
Um Hallmundarhraun væri margt hægt að segja þeim
til fróðleiks, sem þangað hafa aldrei komið. Margt er
þar þó órannsakað enn, og enginn vafi er á því, að
þar er fjöldi af holum og hellum, sem enn eru óþekkt.
Hallmundarhraun hefir í byrjun vega sinna flætt eins
og stórfljót austan frá Langajökulsenda og niður fyrir
Gilsbakka í Hvítársíðu. Liggur það sunnan megin við
Arnarvatnsheiði, en Norðlingafljót skilur löndin milli
hrauns og heiðar. Hraun þetta er kunnast fyrir hina
víðfrægu hella, þar sem Surtshellir er frægastur sakir
stærðar hans, og þá ekki síður i sambandi við mann-
virki þau, sem sjást þar frá Iandnámsöld. Sekir menn
leituðu sér þar griðastaðar. Hvergi geymast vegsum-
merki frá fyrri öldum betur en á slíkum stöðum. Þar í
hinum köldu hraunskútum er efnabreyting svo hægfara.