Andvari - 01.01.1927, Page 8
6
Bjarni Jónsson frá Vogi
Andvari
Hnappavöllum, Einarssonar s. st., Jónssonar í Skaffafelli,
Sigmundssonar. Hafði sá ættleggur lengi búið í Skafta-
felli. Rekja sumir hann til Freysgyðlinga. Víst er um
það, að margt var höfðingja og mikilmenna í ætt þess-
ari á síðari öldum, og þaðan var kominn Jón Eiríksson
konferenzráð langfeðgum að telja.1) — Fyrri kona Arna
á Hofi og móðir Helgu var Þórunn dóttir Péturs bónda
á Litla-Hofi í Öræfum, er kallaður var Öræfa-Pétur,
nafnkunnur maður um sína daga, Þorleifssonar lögréttu-
manns í Öræfum, Sigurðssonar sýslumanns í Skaftafells-
þingi (d. 1765), bjó að Smyrlabjörgum í Suðursveit,
Stefánssonar.2) — Kona Sigurðar sýslumanns og móðir
Þorleifs lögréttumanns var Þórunn Jónsdóttir lögsagnara,
Ólafssonar sýslumanns í vestra hluta Skaffafellsþings (d.
1717), Einarssonar lögréttumanns og sýslumanns í eystra
hluta Skaftafellsþings (d. um 1691), Þorsteinssonar sýslu-
manns í Þykkvabæjarklaustri (d. 1655), bróður Bjarnar
á Laxamýri langafa Oddnýjar móður Skúla landfógeta.
Þorsteinn var inn mesti höfðingi, manna lærðastur og
lögvitrastur. Faðir þeirra bræðra var Magnús Arnason í
Stóradal; er það allt ið mesta stórmennakyn; verður sá
karlleggur lengst rakinn með vissu til Húnboga Þor-
gilssonar á Skarði (um 1100). — Kona Magnúsar í
Stóradal var Þuríður laundóttir síra Sigurðar á Gren-
jaðarstöðum, Jónssonar biskups, Arasonar.
Síra Jón og frú Helga áttu fjögur börn, er upp
komust, þrjá sonu og eina dóttur: Elztur var Magnús
Blöndal (f. 5. nóv. 1861), síðar prestur í Vallanesi, nú
í Reykjavík, Bjarni, Helgi (f. 11. apríl 1867) síðar nátt-
úrufræðingur (d. 1924); og Elín. Þau síra Jón fluttust
1) Sýsl.æv. IV., 555.
2) Sýsl.æv. IV., 630.