Andvari - 01.01.1927, Page 9
Andvari
Bjarni Jónsson frá Vogi
7
frá Stóradalsþingum árið 1867 að Prestbakka í Hrúta-
firði, og var hann þar tvö ár. Fékk lausn vorið 1869.
Skildu þau hjón samvistir. Fluttist síra Jón þá fyrst að
Keiksbakka á Skógarströnd, en fékk veiting að Ogur-
þingum á Langadalsströnd við Isafjörð 1871. Bjó hann þá
á Hjöllum við Skötufjörð. Þaðan fluttist hann að Skarðs-
þingum 1873 og bjó þá fyrst á Níp á Skarðsströnd til
1882, að hann fluttist að Vogi á Fellsströnd í sama
prestakalli. Það ár ið sama fór Magnús sonur hans í
skóla. Hafði Magnús ávalt verið með föður sínum til
þess tíma og Bjarni lengstum, en stundum var hann
þó hjá vinafólki þeirra þar vestra. Síra Jón lét sér
einkar ant að menta sonu sína, en var engi fésýslu-
maður og einatt mjög fátækur. Fyrir því komust synir
hans seinna til lærdóms en ella mundi. (Jnnu þeir alla
vinnu á sjó og landi frá barnæsku, kunnu því og þektu
til allra verka og vóru fullkomnir að líkams-þroska, er
þeir komu í skóla.
Ðjarni var fullt tvítugur, er hann réðst suður. Vóru
harla lítil fararefni, fyrir utan vits þroska og námfýsi.
Fylgdi faðir hans honum til Reykjavíkur til þess að
greiða fyrir honum. Jón rektor Þorkelsson brást svo
drengilega við, að hann bauð Bjarna vist hjá sér ó-
keypis, meðan hann væri við lærdóm hér, en Magnús
bróðir Bjarna og aðrir skólapiltar kendu honum utan-
skóla það er þyrfti. Gekk Ðjarni inn í 3. bekk latínu-
skólans 1884. A sumrum var hann lengstum heima í
Vogi með föður sínum. Skólanámið sóttist honum greið-
lega, enda var hann orðlagður námsmaður. Lauk hann
stúdentsprófi vorið 1888, me.ð ágætum vitnisburði, og
samsumars sigldi hann til háskólans í Khöfn. Vorið eftir
tók hann próf í heimspeki með ágætiseinkunn hjá Har-
aldi Höffding háskólakennara. Mat hann þann kennara