Andvari - 01.01.1927, Síða 13
Andvari
Bjarni Jónsson frá Vogi
11
dómaleysis í það mund, er hann hvarf heim til íslands
að loknu námi.
Á þeim árum var margt Islendinga í Kaupmannahöfn,
bæði námsmanna og lærðra manna og annara þeirra,
er ýmsa atvinnu ráku, og hafði svo lengi verið. Höfðu
þeir um langan aldur haft með sér félag það, er nefnt
er »íslendinga-félag«, og er það enn til. Félag þetta
hélzt meir saman fyrir þjóðernis sakir en sameiginlegra
áhugamála. Þóttust íslenzkir mentamenn eigi mega njóta
sín þar til fulls um áhugamál sín, er margir aðrir fé-
lagsmenn létu sig engu varða. Því var það, að Bjarni
beittist fyrir að stofna »félag íslenzkra stúdenta í Khöfn«
í árslok 1892, og varð hann fyrstur formaður þess.
Fylgdu honum að því ýmsir dugandi menn á hans reki,
og hurfu þangað síðan flestir gamlir og ungir menta-
menn íslenzkir, þeir er þar dvöldust. En í inu nýja fé-
lagi fengu íslenzkir mentamenn betur notið sín en áður,
svo sem til hafði verið ætlazt. Var Bjarni á þessum
árum einna mestur starfsmaður stúdentafélagsins og
kostaði kapps um að draga saman hugi ungra Islend-
inga til fylgis við áhugamál félagsins.
Um þetta skeið vóru ýmsir mikilhæfir menn í flokki
íslenzkra mentamanna í Khöfn og allmikið fjör meðal
þeirra. Þá hófst blaðið »Sunnanfari«, undir stjórn ]óns
Þorkelssonar yngra. Hafði Einar Benediktsson verið
einna mestur hvatamaður að stofnun blaðsins, og veittu
því stuðning sinn flestir inir þjóðlegustu Islendingar. —
Blað þetta tók fast í streng um íslenzk stórmál, einkum
háskólamálið, er öndvegismenn þjóðarinnar höfðu áður
beitzt fyrir. Fylgdi Bjarni málum þessum »með lífi og
sál« þá og jafnan síðan.
Á þessum árum gáfu þeir Halldór Bjarnason (síðar
sýslumaður) út ljóðmæli Gísla Brynjólfssonar (Kh. 1891).