Andvari - 01.01.1927, Page 17
Andvari
Bjarni Jónssön frá Vogi
15
síðar, að hann hefði »spilt æskulýðnum« með stjórn-
mála-afskiftum í skóla.
Baráttan milli »Valtýinga« og andstæðinga þeirra, er
nú kölluðust Heimastjórnarmenn, harðnaði því meir, sem
lengur leið. Flokkarnir máttu heita jafnir á alþingi 1901,
en þó veitti »valtýska« flokknum þeim mun betur þá,
(vegna þess að einn Heimastjórnarmanna komst eigi til
alþingis fyrir elli sakir), að hann kom stjórnarskrárfrv.
sínu gegn um þingið. Mæltist kapp þetta því verr fyrir,
þar sem frétt kom til þingsins um stjórnarskifti í Dan-
mörk, er »hægri«-stjórn féll, en »vinstri menn« náðu
völdum. Væntu margir af þeim betri kosta Islandi til
handa. Hannes Hafstein var sendur utan í þinglok af
hálfu Heimastjórnarflokksins. Fekk hann góðar viðtökur.
Væntu nú flestir, að »sérstakur ráðherra« »búsettur í
landinu« fengist flærðarlaust. En önnur varð raun á.
Andstæðingar »Valtýskunnar« höfðu jafnan talið það
helzta ljóð frumvarpsins (auk búsetu ráðherrans í Khöfn),
að í því vóru engi ákvæði, er girti fyrir, að ráðherrann
ætti sæti í ríkisráði Dana; töldu það brjóta bág við
»landsréttindi Islands« og eldri kröfur Islendinga. Um
þetta stóð ekkert í frv. og var því talið, að um þetta
yrði þá haldið uppteknum hætti. Frumvarp »Valtýinga«
var lagt fyrir alþingi 1902, samkv. ákvæðum stjórnar-
skrárinnar, eftir þingrof og nýjar kosningar, en jafnframt
sendi Alberti íslandsráðherra annað frv., með þeirri höf-
uðbreyting, að ráðherra Islands, skyldi búsettur á Islandi,
— en jafnframt lét hann þann bóg fylgja skammrifi, að í
stjórnarskránni skyldi berum orðum tekið upp það á-
kvæði, að »öll lög og mikilsvarðandi stjórnarráðstafanir
skyldi berast upp fyrir konung í ríkisráði. Fylgdu þau
strengileg skilaboð, að engu mætti breyta og alþingi