Andvari - 01.01.1927, Side 20
18
Bjarni Jónsson frá Vogi
Andvari
geslunum. Kvað hann Landvarnarstefnuna hafa byrjað
sem blæinn, er bylgjum slær á rein, en var þess full-
vís, að hún mundi síðar brjótast fram sem stormur svo
hrikti í grein. Kvað hann anda ]óns Sigurðssonar vera
ósýnilegan foringja stefnunnar, en þá frændur hans sinn
fyrir hvorum fylkingararmi, út á við til þjóðarinnar og
inn á við til þingsins. Þá var sungið kvæði fyrir minni
heiðursgestanna eftir Guðmund skáld Guðmundsson, er
þar var viðstaddur. Því næst flutti Steingrímur skáld
Thorsteinsson forkunnarfagra ræðu fyrir minni Islands,
leiftrandi af fjöri og andagift. Mintist hann meðal ann-
ars fyrri frelsisbaráttu og þess verkefnis, er flokkurinn
ætti nú fyrir hendi gegn ofurefli því, er í móti var.
Lauk hann máli sínu með þessum gamla kviðlingi, er
hann beindi til flokksmanna:
„Hælumst minnst í máli,
metumst heldr at val feldan,
látum skifta guð giftu,
(Hljóp hann þá upp og hvesti röddina):
genun hríð þá er þeim svíði! “
Var þróttarorðum öldungsins fastlega fagnað. Heiðurs-
gestirnir svöruðu hvor með sinni ræðu og var ger góð-
ur rómur að máli þeirra. Þá var drukkið minni Jóns
Sigurðssonar, en síðan ýmissa mætra manna, er við vóru
flestir: Steingríms Thorsteinssonar, Sigurðar prófasts
Gunnarssonar og Guðmundar læknis Guðmundssonar í
Stykkishólmi, Halldórs bæjarfógeta Daníelssonar, Eiríks
meistara Magnússonar í Kambsbryggju (hann var heima í
Englandi, en ótrauður atfylgis við Landvarnarstefnuna),
Guðmundar læknis Magnússonar, ritstjórnar »Landvarn-
ar« og »Ingólfs« og enn fleiri. Fór veizlan vel fram að
öllu, svo að engi þóttist betri veizlu setið hafa.