Andvari - 01.01.1927, Page 21
Andvari
Bjarni Jónsson frá Vogi
19
Samkoma þessi var minnisstæð, þeim er hana sátu,
og er hennar hér getið sem dæmis þess, hversu nafn-
kunnir ágætismenn úr hópi inna eldri manna veittu
flokknum þá þegar fylgi sitt.
Landvarnarmenn vóru nú einráðnir í því að halda
fram baráttu sinni, þótt þeir hefði næsta lítils megnað
móti veldi »Albirtinga«, en svo nefndu þeir þá einu
nafni báða þingflokkana, »Framsóknarflokkinn« og
»Heimastjórnarflokkinn«, er fallizt höfðu á Albertí-frum-
varpið óbreytt. Um stefnu þeirra og markmið ritar Bjarni
Jónsson 2. dec. 1903, en þá var stjórnarskrármálið til
lykta leitt, og hafði konungur kvatt Hannes Hafstein til
ráðherra fyrir ísland frá 1. febrúar næsta ár (1904).
»Nú er lokið þeirri hríð, er stóð um þetta mál frá
nýári og alt þar til, er þingið hafði samþykt frumvarpið.
En þótt Landvarnarmenn þurfi eigi að kenna sér um
málalokin, þá munu þeir þó eigi nenna að sitja hjá mál-
um manna aðgerðalausir. Munu þeir nú allan hug á
leggja að bæta skaðann sem verða má og skiljast eigi
við þetta mál, fyrr en yfir lýkur og ísland er orðið
frjálst og óháð sambandsland Danmerkur«. — — —
»Vér trúum því fastlega, að íslendingar hafi þor og
þrótt til (þess) að verða og vera sjálfstæð þjóð í stjórn,
list og vísindum. En öll þrá og löngun þjóðarinnar
verður þá að stefna að þessu og alt starf hennar að
hníga að því«.
Þessi ummæli Bjarna eru all-mjög athyglisverð. Kem-
ur hann hér fram í öndverðri fylking Landvarnarmanna,
berandi fram merki flokksins, er aldrei skyldi látið niður
falla, fyrr en fullum sigri væri náð, og sjálfur albúinn
þess að skiljast eigi við málið, fyrr en yfir lyki. Hér er
tekin fram stefna flokksins með víðtækum orðum, en
fast-ákveðnum skilningi, því að »frjálst og óháð sam-