Andvari - 01.01.1927, Page 23
Andvari
Bjarni Jónsson frá Vogi
21
sinni óskað sér eða vænzt. Lengra kom flokknum ekki
í hug að halda á þeirri braut.
Ekki var heldur annað að heyra í þann tíma en að
hinn þingflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, sætti sig til
fulls við úrslit stjórnarskrármálsins, enda hafði hann
goldið því samþykki á alþingi og talið skoðun Land-
varnarmanna »sérkreddu« eina. En brátt tóku að rísa
úfar á vinfengi þessara flokka, sem að vísu hafði grunt
verið, þótt samtaka væri þeir um úrslit ins mikla máls.
Nokkrir gengu úr flokknum og til fylgis við stjórnar-
flokkinn, en allur þorrinn fylgdi forustu Bjarnar ]óns-
sonar ritstjóra »Isafoldar« og varð fullkominn andstæð-
ingur stjórnarinnar. Skifti flokkur hans um nafn síðar
(1905) og nefndist þá um skeið Þjóðræðisflokkur. —
Nafnið var fundið upp í því skyni að hremma Land-
varnarmenn upp í flokkinn. Hom þetta fram í »ísafold«
21. febr. 1906, er blaðið lét á sér skilja, að Land-
varnarmenn væri eigi lengur sérstakur flokkur, heldur
væri hann horfinn inn í Þjóðræðisflokkinn ásamt Fram-
sóknarflokknum, er áður var. Þessu neituðu Landvarnar-
menn samdægurs, en töldu hitt rétt vera, er blaðið
sagði um gott samkomulag milli flokkanna að því, »að
af létti stjórnaróstandinu í landinu og að fá borgið
landsréttindum vorum«.
Landvarnarmenn héldu fast og látlaust fram málstað
sínum um ríkisráðsákvæðið og færðust æ meir í aukana,
þótt við ramman væri reip að draga og féskortur væri
stórlega til baga. Kom nú margt fram þegar á reyndi,
er sýndi, að réttar vóru kenningar þeirra og óx við það
styrkur flokksins. Þjóðræðisflokkurinn sveigði æ meir til
fylgis við stefnu Landvarnarmanna og aðhyltist kenn-
ingar þeirra smátt og smátt, jafnótt sem þeim óx fylgi
meðal þjóðarinnar. Loks þokaðist sijórnarflokkurinn á