Andvari - 01.01.1927, Page 25
Andvari
Bjarni Jónsson frá Vogi
23
sem óháðs sambandslands Danmerkur«. Gætim vér þá
skipað inu innra fyrirkomulagi á stjórn vorri svo sem
oss þætti haganlegast. Var látið í ljós, að eigi væri með
öllu óhugsandi, að þau fagnaðarefni mætti gerast, »að
íslenzku þingmennirnir allir eða flestir tæki höndum
saman þegar þeir stæði andspænis útlendingunum« (sbr.
»Ingólf« 19. mars 1906).
Um þetta varð þjark nokkurt. Málstaður Landvarnar-
manna mæltist vel fyrir. Þjóðræðismenn breyttu hug
og fóru. — Aður þingmenn færi utan, var margt ritað
um kröfur þær, er gera skyldi í förinni. Gaf Bjarni
Jónsson þá út fyrirlestur, er kallaðist »Sjálfstæði Is-
lands«. Hafði Bjarni farið utan haustið áður og flutt
fyrirlestur þenna á tíu stöðum í Noregi. Var þar rakin
sjálfstæðisbarátta Islands frá upphafi og vikið að fram-
tíðarkröfum Islendinga. Þá var málið og rætt í Stú-
dentafélaginu (6. júní) og boðið til þingmönnum og
blaðamönnum. ]ón )ensson var málshefjandi. Lýsti hann
þegar í upphafi ræðu sinnar, að sjálfstæði teldi hann
oss þá hafa fengið, er vér hefðim fullveldi til að ráða
öllum vorum málum og engir aðrir. Vóru allir Land-
varnarmenn um þetta samhuga. Höfðu þingmenn fengið
þaðan ærið veganesti.
Skömmu áður þingmenn hyrfi heim, áttu þeir mál-
fund við danska þingmenn um mál vor. Þar komu fram
fjórar greinir, er allir Islendingar vildu fram hafa:
1. Að skipað uæri sambandi landanna með sambandslögum.
Skyldu þau koma í stað stöðulaganna, en bæði þingin sam-
þykkja þau, alþingi og þing Dana. Skyldi bæði þingin velja
menn til samningar Iaganna.
2. Argjald ríkissjóðs Dana til vor skyldi reiknað til höfuðstóls
og hann þegar goldinn landssjóði.
3. Að nafn lslands skyldi taka í titil konungs. Þó skyldi þar eigi