Andvari - 01.01.1927, Side 29
Andvari
Bjarni jjónsson frá Vogi
27
gera ágreining um það, enda gerðust brátt önnur við-
fangsefni.
Fám dögum eftir birting ávarpsins, kom hingað fregn
eftir »Politiken«, þess efnis, að kosin mundi nefnd, áður
ríkisþinginu sliti »til þess að íhuga endurskoðun á lög-
unum frá 2. jan. 1871 um stjórnarstöðu íslands gagn-
vart ríkinu«. Segir blaðið enn fremur, að »búizt sé við
(þótt ekki sé fastákveðið um það), að nefndina skipi
ellefu ríkisþingsmenn og sjö alþingismenn«. Mundi þess-
um fulltrúum boðið í íslandsför með konungi og nefndin
taka til starfa á næsta vetri í Hhöfn.
Þessar fréttir þóttu heldur ískyggilegar. Rifjaðist það
upp, að sum Khafnarblöð höfðu borið hrós á íslenzku
þingmennina fyrir það, að þeir vildi una því að vera í
minna hluta í þessari væntanlegu nefnd. Þótti sýnt, að
Danir vildi, að nefndarskipunin sjálf bæri ótvírætt merki
yfirráða þeirra og drottinvalds yfir íslandi, og riði skipan
þessi mjög í bág við það, að tveir jafnréttháir aðiljar
ættist við. Island ætti miklu meira í húfi en Danmörk
um samningana, þar sem Danir hefði valdið, en Island
vanréttið, og það væri mál íslands en ekki Danmerkur,
sem um skyldi fjallað. — Hófu Landvarnarmenn þegar
kröfu urn þingrof og almennar kosningar fyrir næsta
þing, svo að þjóðin gæti skipað þingið að vild sinni
áður en valin væri nefnd þessi, er svo miklu mætti
orka um örlög og frelsi landsins um langan aldur. —
Öll blöð önnur, þau er óskorað höfðu fallizt á »blaða-
mannaávarpið«, tóku fast og eindregið í sama streng. —
Bjarni Jónsson var þá formaður Stúdentafélagsins.
Hafði félagið þá unnið ákaft að fylgi og framgangi
fánamálsins síðara hlut ársins undir ötulli forustu hans.
Nú kvaddi hann til fundar í árslokin (29. dec.) og hóf.
umræður um þingrof; var ræða hans einkarsnjöll og