Andvari - 01.01.1927, Page 32
30
Bjarni Jónsson frá Vogi
Andvari
Veður var bjart og fagurt um morguninn og sólarbros
yfir vellinum. Þegar sól var í dagmálastað hófst Lög-
bergsganga. Gengu stúdentar í fararbroddi með fánann,
en lúðrasveit lék gönguslag. Var haldið til Lögbergs ins
forna. Gekk Bjarni Jónsson á Lögberg og var fáninn
þangað borinn, en menn settust í hvirfing hjá. Síðan tók
Bjarni til máls (enda var hann formaður stúdentafélags-
ins); drap fyrst á minningar þær, myrkar og bjartar, er
yfir vellinum svifi; mintist lögsögumanns, er hann stóð á
þessu bergi og sagði upp lög. Síðan mælti hann:
„Þeir tímar eru nú löngu liðnir, og þótt eg gangi nú á bergið,
þá er það eigi fyrir þá sök, að eg þykist sjálfkjörinn lögsögu-
maður þessa lands. Hitt ber til, að mér er heimilt sem hverjum
öðrum íslendingi að gerast lög/esfrar-maður. Mun eg því lesa
framtíðarlög þessa lands, þau er rituð eru í hug yðvarn og minn.
Það er fyrsta grein laga vorra, að hverjum Isléndingi er skylt
að vilja, að ísland nái aftur fornum frægðarljóma sínum og sjálf-
stæði, og að víkja aldrei.
Sú er næsta grein laga vorra, að oss er öllum skylt að vona
að ísland nái aftur fornum frægðarljóma sínum og sjálfstæði sem
það hefir bezt átt.
Þriðja grein laga vorra er sú, að oss er öllum skylt að berjast
fyrir því, að frægð og blómi Iands vors verði sem mestur á
ókomnum tímum og sjálfstæði þess fult og óskert. En þeir menn,
sem berjast með erlendu valdi gegn rétti þessarar þjóðar og þeir,
sem eigi vilja berjast með þjóðinni, — þeir menn skulu gerðir
þjóðernislausir vargar í véum.
Þessi framtíðarlög Islands les eg í hugum yðrum og eru þau
undir öllum öðrum lögum og yfir þeim, undirstaða og yfirlögmál.
Þessu stríði má aldrei linna, sem nú nefndi eg, og skal það
ganga að erfðum til barna vorra og þeirra barna, og þá fyrst hié
á verða, þegar fyltar eru kröfur þessara laga. — Og hér er fáni
sá, sem borinn skal í broddi fylkingar vorrar. Afhendi eg hann hér
kjörnum fulltrúum þjóðarinnar til sóknar og varnar og helga hann
hér að Lögbergi, en það köllum vér að löghelga.
Eigi undrar það mig, þótt nú sé gleðisvipur og sólarbros yfir