Andvari - 01.01.1927, Page 33
Andvari
Bjarni Jónsson frá Vogi
31
Þingvelli, því að nú renna hér saman sólminningar gullaldarinnar
og vorvonir framtíðarinnar".
Lauk hann ræðu sinni með stefjamáli. Þar í var þetía:
— nú er í landi
líf og andi .. .
en í armi stál
og eldur í máli.
og þótt sókn gráni
er hér sigurfáni.
Héldu menn síðan til búða. Dreif enn fjölmenni til
fundarins.
Á hádegi gekk alt fjölmennið skrúðgöngu til Lög-
bergs undir blaktandi fánum og lúðraþyt. En er komið
var til Lögbergs gengu fulltrúar inn fyrir véböndin, en
fánar gnæfðu á stöngum umhverfis á berginu.
Nú hófst Þingvallafundurinn. Ákveðið var að hafa
sjálfstæðismálið eitt á dagskrá. Var Bjarni Jónsson einn
þeirra sjö manna, er kosnir vóru í nefnd þá, er gera
skyldi tillögur. Var þá fundarhlé um stund, en síðan
hófust umræður um tillögur nefndarmanna. Var málið
rætt af kappi og fjöri og áhuga. Nokkrar breytingartil-
lögur komu fram, en vóru allar teknar aftur. Tillögur
nefndarinnar vóru síðan bornar upp til atkvæða og sam-
þyktar í einu hljóði.
Samþyktin var svo:
/. a. Fundurinrt krefst þess, að væntanlegur sáttmáli við Dani um
afstöðu landanna sé gerður á þeim grundvelli einum, að Is-
land sé frjálst land í konungssambandi við Danmörku með
fullu jafnrétti og fullu valdi yfir öllum sinum málum. En
þeim sáttmála má hvor aðili um sig segja upp. — Fundur-
inn mótmælir allri sáttmálsgerð, sem skemra fev, og telur þá
eigi annað fyrir höndum en skilnað landanna, ef eigi nást
slíkir samningar, sem nefndir vóru.