Andvari - 01.01.1927, Page 36
34
Bjarni Jónsson frá Vogi
Andvari
flokksstjórn vóru með honum: Benedikt Sveinsson, Guð-
mundur læknir Hannesson, Guðmundur læknaskólafor-
maður Magnússon, ]ens prófastur Pálsson, ]ón ]ensson
og ]ón skjalavörður Þorkelsson. Stjórnin átti góða sam-
vinnu bæði innbyrðis og við stjórn Þjóðræðisfiokksins.
En það þótti Landvarnarmönnum öruggara, að hvor
flokkur hefði sína stjórn, þar til séð væri til hlítar um
úrslit sjálfstæðismálsins í nefndinni, þar sem Landvarnar-
menn áttu þar engan fulltrúa og eigi þótti fullörugt,
nema Þjóðræðismenn kynni að verða eitthvað bundnir
af gerðum sinna fulltrúa þar, þótt miður tækist en
skyldi. Vóru Landvarnarmenn skeleggir í því að slaka
hvergi frá settum réttarkröfum.
Bjarni gerðist meðritstjóri »Ingólfs« um haustið, þá
er Ari ]ónsson fór utan. Reit hann þá margt í blaðið.
Skúli Thoroddsen fekk honum og umsjón með útgáfu
blaðs síns, »Þjóðviljans«, er hann fór utan til nefndar-
starfa. Sjálfur réðst Bjarni iil utanferðar að ráði vina
sinna öndverðan marsmánuð. Fór hann til Khafnar til
þess að vera sem næst kominn tíðindum þeim, er gerðist
í nefndinni. Fekk hann ritstjóra »Ingólfs* í hendur starfa
sinn við »Þjóðviljann«.
Utanför Bjarna var til heilla ráðin, því að nú gafst
honum færi á að ná tali nefndarmanna, að minsta kosti
þeirra, er honum stóðu næst, og leitast við herða kröfur
þeirra, þótt eigi mætti þeir frá því skýra, er í nefndinni
gerðist. Má telja víst, að Skúla Thoroddsen hafi orðið
góður styrkur að ráðum Bjarna og tillögum, en hann
naut sín eigi til fulls við nefndarstörfin fyrir vanheilsu
sakir og mátti eigi á heilum sér taka, er á leið.
Litlar fóru fregnir af störfum nefndarinnar, en lítt
heillavænlegar, þær er bárust.
Nefndin lauk störfum sínum um vorið, 14 maí. Tóku