Andvari - 01.01.1927, Page 38
36
Bjarni Jónsson frá Vogi
Andvari
Helztu stórgallar »uppkastsins« vóru þegar í stað .
íaldir þessir:
»Island danner sammen med Danmark en Statsfor-
bindelse, det samlede danske Rige«. — íslendingar inn-
limaðir óuppsegjanlega dönsku valdi í utanríkismálum
og hermálum. Dönum á Islandi heimilt jafnrétti við ís-
lendinga óuppsegjanlega og öllum þegnum danska ríkis-
ins heimilaður fiskiveiðaréttur í landhelgi Islands um
30—40 ár. Dannebrog jafnlengi lögfest verzlunarflagg
út á við. Dómstjóri hæstaréttar oddamaður ef ágrein-
ingur rís milli alþingis og ríkisþings. Sambandið ríkis-
réttarlegt en ekki þjóðréttarlegt. Þýðingin röng víða í
mikilvægum atriðum til þess að »uppkastið« gangi betur
í augu íslendinga. — Síðar var bent á fleiri agnúa.
Nær allir Landvarnarmenn snerust þegar gegn »upp-
kastinu«, er þeir fengu um það sönn tíðindi. Svo var
og um mjög marga Þjóðræðismenn og Heimastjórnar-
menn. En það hamlaði foringjum Þjóðræðisflokksins í
fyrstu frá skörulegum úrskurði, að nefndarfulltrúar þeirra
tveir höfðu fallizt á »uppkastið«.
Þorsteinn skáld Erlingsson tók þá mjög snarplega í
streng og mælti manna fastast gegn »uppkastinu«, áður
Bjarna væri við kostur.
Ftokkstjórn Landvarnar bar eigi lengur gæfu til sam-
þykkis. Meiri hlutinn gekk skelegglega gegn »uppkast-
inu«, en ]ón Jensson hallaðist að því, sakir þess, að
»ríkisráðsákvæðið« kom nú eigi lengur til greina. Skyldi
þar með honum og öðrum Landvarnarmönnum, þótt ilt
þætti þeim mörgum. Varð þá eigi meira um samvinnu
flokksstjórnar.
Þegar suður kom, gerðist Bjarni inn öflugasti for-
vígismaður Landvarnarmanna, á þeim stórfundum, sem
háðir vóru. Tókst nú in harðasta barátta með flokkun-