Andvari - 01.01.1927, Síða 39
Andvari
Bjarni Jónsson frá Vogi
37
um og stóð rimman alt til kosninga um haustið. Bjarni
gaf sig þá allan við máli þessu um sumarið. Atti hann
kappi við frumvarpsmenn, einkum ráðherra, á fjölda
funda, bæði austanfjalls og í Reykjavík, í Galtarholti í
Borgarfirði, Snæfellsnesi, Sveinsstöðum í Húnavatns-
þingi, og alt fór hann norður á Akureyri. Var þar
harður fundur háður. Var ráðherra á mörgum þessum
fundum. Lét Ðjarni hvergi deigan síga, hafði og örugga
samherja á sumum fundum, einkum sunnanlands. Urslit
kosninga báru vitni, hverjum betur sóttist.
Bjarni bauð sig fram í Dölum um sumarið og þeir
]ón Jensson. Hefði það þótt »fyrirsögn« áður. Háðust
þeir við á mörgum fundum í héraði. Bjarni sigraði við
mikinn atkvæðamun. Var hann ávalt síðan fulltrúi Dala-
manna á alþingi, einu sinni sjálfkjörinn, en oft sigraði
hann eftir harða kosningahríð.
Aldrei hefir slíkt fjör verið á Islandi sem sumarið
1908. Aldrei barizt svo snarplega landshorna í milli um
æðstu mál þjóðarinnar.
Úrslitin urðu þau við kosningarnar um haustið, 18.
september, að 25 sjálfstæðismenn hlutu kosning og 9
frumvarpsmenn. Skúli Thoroddsen var einn sjálfkjörinn,
þrír aðrir nefndarmenn náðu kjöri, tveir féllu. Af flokks-
stjórn Landvarnar vóru fimm í kjöri. Náðu allir kosn-
ingu nema sá einn, er með var »uppkastinu«.
A alþingi var Bjarni jafnan þar í flokki, er sjálfstæðis-
kröfunum var haldið fastast fram, bæði í baráttunni um
fánann, stjórnarskrárbreytingar og annað, er að sjálf-
stæðismálum laut. Hann var í sambandslaganefnd 1909
og fylgdi fast frv. meira hlutans. Var það samþykt við
mikinn atkvæðamun á alþingi, en ríkisþing Dana tók
það eigi til meðferðar. Hann kaus Skúla Thoroddsen til
valda 1909 og 1911. Greiddi atkvæði vantraustsyfirlýs-