Andvari - 01.01.1927, Page 41
Andvari
Bjarni Jónsson frá Vogi
39
ekki vóru þangað kvaddir þingmenn úr Reykjavík, þeir
er andvígir höfðu verið upptekt málsins. Var málið rætt
þar á lokuðum fundi í tvo daga. Sjálfstæðismenn boð-
uðu þá kjósendur til mótmælafundar í Reykjavík (10.
dec.), en meðan á honum stóð, kom sú frétt af stjórn-
arráðsfundi »sambandsflokksins«, að hann hefði með
öllu fallið frá að halda fram inu nýja »uppkasti«. Gægð-
ist það aldrei upp síðan.
»Sambandsflokkurinn« tók mjög að riðlast á alþingi
1913. Þá gerðist Bjarni fyrsti flutningsmaður að frv.
um br. á stjórnarskránni, ásamt flokksbræðrum sínum
tveimur, er sæti áttu í neðri deild. Frv. náði fram að
ganga. Var því þingrof og kosningar síðla um veturinn
eftir. Allir þeir 5 menn, er atkvæði greiddu gegn upp-
töku sambandsmálsins vóru endurkosnir, þrír gagnsókn-
arlaust og auk þeirra fjöldi nýrra og gamalla sjálfstæðis-
manna, en »sambandsflokkurinn« kom svo fám mönnum
að, að hann lagðist niður. Ráðherra flokksins (H. H.)
beiddist lausnar skömmu eftir kosningar, og tók Sig-
urður Eggerz við völdum um sumarið. Þá um sumarið
samþyktu báðar deildir fyrirvara um uppburð Islands-
mála fyrir konungi í ríkisráði. Bjarni aðhyltist þá fyrir-
vara meira hlutans. Leiddi af þessu öllu deilur miklar
og stjórnarskifti, og riðlaðist þá nokkuð flokkur Sjálf-
stæðismanna in næstu ár. Kom það til, að menn greindi
á um það, hvort nægilega tryggilega væri gengið frá
skilyrðum þeim, er alþingi setti í fyrirvaranum. Sigurður
Eggerz hafði haldið fast á kröfum fyrirvarans fyrir kon-
ungi á ríkisráðsfundi og lagt við ráðherrastarfið. Flutti
Bjarni honum þakkarkvæði í samsæti því, er honum var
haldið í Rvík eftir heimkomu sína. Lauk málum svo
(1915), að stjórnarskráin var staðfest og staðarfáni lög-
giltur. Þótti þá mörgum að litlu lotið.