Andvari - 01.01.1927, Síða 43
Andvari
Ðjarni ]ónsson frá Vogi
41
Forsætisráðherra fekk eigi framgengt við konung til-
lögu alþingis um íslenzkan siglingafána. Sagði ráðherra
konungi, að næsta alþingi mundi alls eigi láta málið
niður falla, þótt stjórnin legði eigi niður völd svo sem
á stæði. (Um þetta mál alt flutti Bjarni tvö skilmerkileg
erindi í Sjálfstæðisfélaginu 2. og 16. dec. 1917; eru þau
birt í tímariti hans »Andvöku« 1. hefti, er út kom önd-
vert ár 1918),
Konungur lét svo um mælt í synjunar-ástæðum sínum
í ríkisráði Dana (14. nóv.), að hann gæti eigi fallizt á
fyrrgreinda tillögu forsætisráðherra nema því að eins að
jafnframt lægi fyrir honum til staðfestingar lög um alls-
herjarskipun á réttarsambandi landanna, Danmerkur og
íslands. Féllu ummæli í þá átt frá konungi, að hann
mundi fallast á það, að reynt væri þá þegar að koma
nýju skipulagi á samband landanna. Alþingi og ríkis-
þing féllust á þetta vorið eftir (1918). Sendu Danir
hingað fjóra fulltrúa til samninga við alþingi og stjórn.
Kaus alþingi jafnmarga menn af sinni hálfu. Samningar
stóðu frá 1. júlí til 18. s. m. og varð árangur nefndar-
innar frumvarp það til sambandslaga, er samþykt var af
alþingi um haustið með öllum atkvæðum gegn tveimur,
sínu í hvorri deild. Ríkisþing Dana samþ. lögin af þeirra
hálfu, og mikill meiri hluti fslenzkra kjósenda gaf því
samþykki sitt. Vart þúsund manna greiddi atkvæði í móti.
Sambandslögin gengu f gildi 1. dec. 1918.
Bjarni sat í samninganefndinni um sumarið og tók
mjög mikinn þátt í störfum hennar. Lagði hann mikinn
hug á, að fram gengi málið með þeim hætti, að Islend-
ingar mætti vel við una. Gáfu þeir Einar Gunnarsson
út dagblaðið »Fréttir« um vorið og sumarið málinu til
fylgis. Bjarni fylgdi frumvarpinu fast fram á alþingi um
haustið. Urðu um það nokkuð snarpar deilur bæði utan