Andvari - 01.01.1927, Síða 46
44
Bjarni Jónsson frá Vogi-
Andvari
frama og gengis. Hafa þeir mist hauk úr horni þar sem
Bjarni var. — Iiann var formaður nefndar í háskóla-
málinu á alþingi 1909 og studdi fast að framgangi máls-
ins. Á þingi 1911 var hann einn þeirra 5 Sjálfstæðis-
manna, er komu því til vegar, að háskólinn var stofn-'
aður þá um vorið. Var hann ávalt in bezta stoð og stytta
háskólans á þingi. — Heimiliskenslu vildi hann efla, en
þótti barnaskólar að litlu haldi koma, vildi hafa góða
unglingaskóla, einn í hverri sýslu, þar sem einkum væri
lögð stund á íslenzka tungu, íslenzk fræði önnur og
stærðfræði; vildi bæta kennaraskólann til muna, hafa
latínuskólann óskiftan til undirbúnings háskólanámi, en
koma upp öflugum gagnfræðaskóla í Reykjavík og víðar.
Skoðunum sínum um mentamál lýsti hann einkum ræki-
lega á alþingi 1925. Kvaðst þar setja fram stefnuskrá
sína um þau efni.
Mjög var Bjarna borin á brýn óhagsýni um fjármál
landsins og eyðsla á fé. Mun þetta mest hafa sprottið
af stuðningi hans ungum mönnum til handa, sem oft
hafa sætt miklum andróðri. Hann var og flestum stór-
hugaðri um fjárveitingar til eflingar samgöngum og at-
vinnuvegum landsins. Þegar inar gífurlegu verðbreyt-
ingar urðu á styrjaldar-árunum og nauðsyn bar til að
hækka stórum laun allra starfsmanna landsins og hvers
konar fjárframlög, bar Bjarni fyrstur allra manna fram
tillögur á alþingi um aukning landstekna eftir sömu hlut-
föllum. Vildi hann leggja landaura-reikning til grundvallar
launum og gjöldum landsmanna. Mundi þetta hafa komið
bezt niður, þegar afurðir allar vóru í afarverði og lands-
sjóði fullkomlega borgið. En eigi var á þetta hlýtt, fyrr
en löngu síðar, að farið var að leggja á »gengisviðauka«,
taka gjöld sum í »gullkrónum« o. s. frv. Hér reyndist
Bjarni framsýnni fjármálamaður en aðrir.