Andvari - 01.01.1927, Page 47
Andvari
Ðjarni Jónsson frá Vogi
45
Bjarna var sjálfum heldur þröngt um fjárhag lengstum
ævi sinnar. Þau tíu ár, sem hann var aukakennari í
latínuskólanum, hafði hann fyrstu árin 800 króna árslaun,
en til jafnaðar munu þau hafa numið 1000 krónum öll
árin. Síðan liðu fjögur til fimm ár, er hann hafði enga
atvinnu. Þá gerðist hann viðskiftaráðunautur íslands rúm
fjögur ár. Laun hans voru þá 10000 krónur, en gætanda
er þess, að hann varð að kosta sig erlendis. Munu menn
nú betur mega meta en þá, hvort hér hafi verið um
uppgripatekjur að ræða. A þeim árum gaf hann út
mánaðaritið »Birkibeina« (1911 —1913); skýrði hann þar
frá störfum sínum erlendis og ritaði margt um stjórnmál,
listir og vísindi. Af útgáfu þessari, sem annarra blaða
sinna, hafði hann mikinn kostnað og fjártjón. Ráðunautar-
starfsemin var mjög örðug, erindisbréf óákveðið, hann
átti að »skapa starfið sjálfur«, tortrygni Dana öðrum
megin, en á aðra hönd áreytingar og stuðningsleysi að
heiman. Kvaðst Bjarni lengstum hafa verið eltur á rönd-
um af tveimur konungsríkjum (Danmörku og Islandi), til
þess að sér yrði sem örðugast fyrir. — Þó varð nokkur
árangur af starfsemi hans, bæði um markaðsbætur og
ný viðskiftasambönd, og einkum kynning við ýmsa at-
kvæðamenn meðal frændþjóða vorra, er veittu íslend-
ingum lið síðar.
Þá miklaðist sumum mönnum það mjög, er Bjarna
var veitt docentstarf í forntungunum við háskólann. Mátti
svo heita, að á hverju þingi síðan væri tilraunir gerðar
til þess að afnema starfið. Á einu þinginu komu fram
eigi færri en þrjú frumvörp í þessu skyni! Var áfergja
þessi beinlínis hlægileg, — því fremur sem starfið var
aldrei afnumið. Það þurfti að tala um það, og þetta
hafði reyndar ekki all-lítil áhrif, því að af öllu þessu