Andvari - 01.01.1927, Page 50
Bjarni Jónsson frá Vogi
Andvari
. 48
rita og bæklinga, er hann gaf út sjálfur eða átti mikinn
hlut að og öll stefndu að einu markmiði.
»Island handa Islendingum« var viðkvæði Bjarna og
annara fornra Landvarnarmanna. Sumum þeirra þótti
hann hverfa helzti langt frá þessu kjörorði, er harin
réð til að »kaupa viðurkenning Dana fyrir fullveldi voru«
með réttinda-veizlum í sambandslögunum. En þetta kvað
hann sjálfsagt að lagfæra síðar.
Bjarni var maður góðgjarn, enda vann hann fjölda
manna gagn með orðafulltingi og öðrum atbeina, bæði
á þingi og annars staðar. Hann var gleðimaður, hvort
sem var heima eða á mannfundum, skemtinn og við-
móts-góður allri alþýðu. En litla tilláts-semi sýndi hann
þeim, er honum vóru óskapfeldir og andstreymir vóru
málum hans og lagði eigi virðing á »refkeilur« og of-
rembinga.
Eigi batt hann sig við nokkrar trúmálakenningar. Lét
hann sér nægja þá þekking, er menn fengi aflað sér
um »lögmál lífsins« með skynsamlegu viti, rannsóknum
og rökum á vísindalegan hátt. Það taldi hann manni
bezt gefið að mega »hugsa rétt og vilja vel«.
Bjarni var meðalmaður á hæð, þrekinn og vel á sig
kominn, hvatur á fæti á yngri árum, karlmannlegur í
allri framgöngu. Ennið var hvelft, breitt og hátt, fastúð-
legur á yfirbragð, móeygur og fagureygur og að öllu
inn gervilegasti. Sópaði mjög að honum, hvar sem
hann fór.
Bjarni var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Guðrún
Þorsteinsdóttir. Áttu þau þrjú börn, er öll lifa: Sigríði,
Þorstein og Eystein. Þau skildu samvistir. Síðar kvænt-
ist Bjarni Guðlaugu Magnúsdóttur, og eru þrír synir
þeirra á lífi: Bjarni, Magnús og ]ón.