Andvari - 01.01.1927, Qupperneq 51
Andvari
Bjarni Jónsson frá Vogi
49
Lengstum ævi sinnar hafði Bjarni verið heilsuhraustur,
þoldi manna bezt vökur og ferðavolk. Atti og til hraustra
að telja, þar sem vóru foreldrar hans. Væntu menn
honum því góðrar heilsu og langra lífdaga, ef eigi bæri
slys að höndum, og þess mun hann sjálfur vænzt hafa.
Hann var því eigi svo varkár stundum í ferðum sinum sem
skyldi, þótt hann væri tekinn nokkuð að eldast, og fanst
hann enn ungur og mega bjóða sér jafnt sem fyrrum.
En á þingtíma 1925 fekk hann brjósthimnubólgu; hafði
síðast fótavist 2. mars, en lá síðan rúmfastur um langt
skeið og kom eigi á þing, fyrr en komið var nær þing-
lokum. Upp frá þessu náði hann aldrei fullri heilsu.
Hann fór vestur í Dali um vorið til þess að heyja leið-
arþing. Fór í vélbáti úr Stykkishólmi í hvössu veðri og
köldu og stóð löngum uppi, þótt sjórok væri. Síðan hélt
hann fram ferðinni um nóttina landveg, langa leið.
Háði síðan fundi að vanda. Heimleiðis fór hann um
Brattabrekku. Fór úr Borgarnesi á vélbáti litlum til
Rvíkur. Var hvassviðri og ágjöf. Þá var svo nær honum
gengið volk þetta alt saman, að hann lagðist þegar í
rekkju, er heim kom og batnaði seint. Þó fekk hann
enn fótavist og sigldi til Danmerkur, til þess að sitja
fundi »ráðgjafarnefndar«. Mun þó læknir hafa latt hann
fararinnar, en Bjarni kunni eigi að hlífa sér. Sat hann
fundina flesta, en varð þá enn að leggjast og var í
sjúkrahúsi alllangt skeið. Þótti nú mörgum taka að syrta
um hag hans. Heim kom hann um haustið, en varð þó
litlu síðar að leggjast enn og óhægðist hagur hans sem
lengur leið. Þá var það ráðs tekið, að flytja hann til
Vífilsstaða; kom hann þangað 22. december. Þar hrest-
ist hann vel, varð frísklegur í bragði og klæddist; hugð-
ist þá mundu sitja þing og fór til Reykjavíkur 3. febr.
4