Andvari - 01.01.1927, Page 53
Andvari
Fiskirannsóknir 1925—1926.
Skýrsla til Stjórnarráðsins.
Eftir Bjarna Sæmundsson.
Um störf mín þessi tvö síðustu ár, er svipað að segja
og hin tvö árin næstu á undan þeim: Þau hafa ýmist
verið rannsóknarferðir, rannsóknir heima fyrir, ritstörf,
bréfaskriftir og aðstoð við undirbúning fiskirannsókn-
anna dönsku hér við land.
1. Ritstörf og rannsóknarferðir.
Ritstörfin hafa aðallega verið fullnaðarsamning og
umsjón með prentun á bók minni: Islenzk dýr I., Fisk-
arnir, þeirri er eg gat um í síðustu skýrslu; hún var
fullprentuð 5 júnílok 1926. Svo hefi eg og ritað ýmis-
legt í blaðið »Ægi«, viðvíkjandi fiskifræði og sagt frá
rannsóknarferðum mínum á »Skallagrími« í blaðinu
»Verði«.
Bréfaskriftirnar, sem fylgja starfi mínu, hefi eg sjald-
an minst á fyrri; þær hafa lengi verið töluverðar. Auk
þess sem Stjórnarráðið æskir stundum álits míns á fiski-
fræðismálefnum, stend eg í stöðugum bréfaskiftum við
útlenda samverkamenn, einkum Dani, svo og Norðmenn
og Breta o. fl., og við ýmsa hérlenda menn, eða svara
fyrirspurnum, sem beint er til mín.
Eg hefi orðið að láta fiskirannsóknunum dönsku hér