Andvari - 01.01.1927, Page 55
Andvari
Fiskirannsóknir
53
um land og heim. Var eg á skipinu og tók þátt í rann-
sóknastarfinu meðan það var í Faxaflóa og hefi eg gefið
stutta skýrslu um það í 18. árg. »Ægis«, bls. 140—142.
— Loks var eg á »Dönu« í sumar er leið, 6 vikna
tíma og vann þar að rannsóknum við V-, N- og A-
ströndina, frá Vogastapa og Hvalfjarðarbotni til Norð-
fjarðar, þar sem eg yfirsaf skipið, er það fór til Fær-
eyja og heim. Á Norðfirði dvaldi eg svo 9 daga og
gerði þar ýmsar rannsóknir. Um þá ferð hefi eg þegar
gefið stutta skýrslu í 19. árg. »Ægis«, bls. 146—153.
Ferðir þær, sem eg hefi farið upp á eigin-spýtur, eru
aðallega tvær til Grindavíkur, 16.—20. marz og 18.—24.
okt. 1925, og þrjár á botnvörpungnum »Skallagrími«,
eign Kveldúlfs-félagsins í Reykjavík, skipstjóri Guð-
mundur ]ónsson. Frá »Skallagríms«-ferðunum hefi eg
sagt nokkuð í 3. og 4. árg. »Varðar«, en frá Grinda-
víkur-ferðunum hefi eg hvergi skýrt áður.
A. Rannsóknir í Grindavík.
Fyrri ferðina fór eg í tvennum tilgangi: 1) til þess
að sjá, hverjum breytingum þessi útkjálka- og brim-
veiðistöð, hinir fornu átthagar mínir, hefðu tekið hvað
vetrarvertíðina snertir á þeim 44 árum, er eg hafði ekki
komið þangað á þeim tíma ársins. 2) til þess að sjá
hvað liði hrygningu þorsks og ufsa o. fl.
Um fyrra atriðið er fátt að segja, annað en það, að
breytingin var lítil önnur en sú, að vertíðarskipin eru
nú minni en þá, flest áttæringar og þorskanetin aðal-
veiðarfærið, en voru þá óþekt.1) Um hitt atriðið skal eg
1) Á síðustu vertíð, 1926, var settur lítill mótor í 2 skip, en
reynsla fyrir því, hvernig sú nýjung muni gefast, er enn ekki feng-
in. 1 yfirbygður mótorbátur hefir gengið þar 2 síðustu vertíðir af
Staðarsundi, utan sveitar þó.