Andvari - 01.01.1927, Síða 59
Andvari
Fiskirannsólmir
57
Selvogsbanki er líklega bezta og mesta hrygningar-
stöð þorsksins hér við land og svo að segja allur sá
þorskur, sem fæst þar, er fullgildur stórþorskur (80—
120 cm).
Við leituðum á Bankanum, bæði í austurleið, 21,—22.
apríl og í heimleið, 1. maí. Fiskur var þá farinn að
tregast þar og hafði aldrei verið mikill þá vertíð. Þó
fengum við góðar glefsur af þorski. I fyrra skiftið var
hann kominn að gotum eða gjótandi, en enginn útgot-
inn, í síðara skiftið voru c. 2/3 útgotnir, en hinir flestir
gjótandi eða komnir að gotum, og virtist mér vera jafn-
margt af báðum kynjum. Frá þeim sem voru að gjóta,
bunuðu frjó og egg þegar þeir komu inn á dekkið og
er ekki ólíklegt, að þar hafi farið fram frjóvgun í stór-
um stýl af sjálfu sér, þegar æxlunarefnin blönduðust sam*
an í sjónum, sem skolaðist yfir fiskinn á dekkinu og svo
af því útbyrðis. Eg gat því miður ekki fengið vissu fyrir
því, að svo hafi verið (viðstaðan í síðara skiftið var að-
eins ein dagstund), en tel það mjög líklegt, og máske
verður einhverntíma auðið að fá fulla vissu fyrir því,
hvort þessi ætlun mín er rétt eða ekki. En hvað sem
því líður, væri útlátalítið fyrir togara-skipstjóra vora að
láta ganga ríflegan sjó úr slöngunni yfir fiskinn í »pund-
unum« þegar svona stendur á og ef ekki er ágjöf, ef
það ef til vill drægi eitthvað úr hinni miklu viðkomu-
tortímingu, sem verður á öllum skipum, sem veiða fisk,
sem er kominn að gotum eða er að gjóta. A mótorbát-
um mætti líka gera eitthvað af þessu tægi. Annars gæti
sérstakur maður (t. d. loftskeytamaðurinn) á hverjum
togara frjóvgað egg þorsks, ýsu, ufsa og jafnvel skarkola
um há-hrygningartímann; það er auðgert og gæti kanske
orðið að liði, ef það væri gert í stórum stýl (að dæmi