Andvari - 01.01.1927, Blaðsíða 66
64
Fiskirannsóknir
Andvari
íslendingar ekki fengið fyrir hann enn þá, en lítið eitt
er etið af honum nýjum í Reykjavík og fer í vöxt.
Ufsinn er þarna að tölunni lil að jafnaði næstur karf-
anum (1/2—2h aflans) og heldur sig mest þar sem grynst
er, á 75—90 fðm. og er að eins um miðlungs- og stór-
ufsa að ræða. Stórufsinn kemur þangað á vorin að lok-
inni hrygningu og dvelur þar svo fram á vetur, er hann
dregur sig suður í hlýjari sjó, til hrygningar. Hann er
magur og lifrarlítill á vorin, en fitnar er kemur fram á
sumarið, einkum á lifrina og hennar vegna þykir há-
setum gott að fá sumarufsann og haustufsann, en verð-
mæti bolsins er oft lítið, eins og kunnugt er, varla fyrir
kostnaði. A daginn er ufsinn oft uppi í sjó, í ætisleit, og
fæst þá ekki í vörpuna. Mergðin virðist haldast óbreytt.
Þriðji fiskurinn, og sá sem mest er sózt eftir þarna,
er þorskurinn. Hann heldur sig mest á milli hinna, á
90—110 fðm. Sumarið og haustið 1924 var afar-mikil
mergð af þorski á Halanum, í júní mest ríga-þorskur
og feikna afli sóttur þangað, og var það sá afli, sem
gerði »Halann« frægan. — Sumarið og haustið 1925
mátti heita að aflinn brygðist hjá því sem áður var. Þorskafl-
inn var þá ekki nema V2 eða J/3 á við ufsann og varla
meira en ]/3 af honum aftur stór þorskur; hitt var stút-
ungur og smáfiskur, 45—70 cm, samskonar fiskur að
þroska til og á Papagrunni, 3; langflest óþroskaður fiskur;
varla helmingur málsfiskur; fátt var stór þorskur, sem
hafði hryngt áður, varla meira en 20°/o, og þá að sjálf-
sögðu á gotstöðvunum einhversstaðar suður með og
kominn þaðan (eða ef til vill, þó ólíklegra sé, frá Grímsey;
þar voru brúkuð net í apríl)0, en óþroskaði fiskurinn
1) Seint ! maí 1926 fékk „Hannes ráðherra" marga þorska
með netaförum og einn með netamöskva á sér, á Halanum, sagði