Andvari - 01.01.1927, Page 68
66
Fiskirannsóknir
Andvari
lampinn, sem áður eru nefnd. Þau eru aðalfæða ufs-
ans og mikill þáttur í fæðu spærlingsins, síldarinnar og
karfans; þorskur og þyrsklingur lifa hér mest á stórri
og smárri loðnu, sem sjálf lifir á augnasíli og rauðátu
(sandsílis varð eg ekki var), ufsinn og ýsan nokkuð, en
lúða og langa á þyrsklingi og ýsu. Hákarlinn sækir hér
auðsjáanlega í hinn mikla niðurburð, einkum í karfann;
annars var nokkur niðurburður, bæði í þorski, hlýra,
lúðu o. fl., en slóg kom lítið upp í vörpunni, enda munu
straumarnir bera það út í djúpið.
Botndýralífið er mjög auðugt, og svipað og á líku
dýpi við SA-ströndina, mikið af polýpum, sæfíflum,
stórum kuðungum; sæköngurlóm, sæstjörnum og slöngu-
stjörnum, kampalampa o. fl., en lítið var af þessu í fiski.
Mikil mergð var af svömpum og sumum þeirra feikna-
stórum, einkum í »brekkum« Halans.
Mikill bagi er að því, að þetta svæði hefir eigi verið
mælt nákvæmlega; það var þakið hafís, þegar þarna var
mælt (»Beskytteren«) í grendinni um síðustu aldamót.
Guðmundur skipstjóri á »Skallagrími«, sem er manna
kunnugastur þarna, hefir gefið mér svo nákvæmar upp-
lýsingar um dýpið o. fl„ að eg vogaði mér að draga
200 m. (100 fðm.) dýptarlínuna, sem afmarkar Halann,
á kortið, sem fylgir fiskibók minni.
Mið þessi, Halinn, hafa með réttu orðið fræg vegna
aflasældar sinnar. Þangað hefir þegar verið sóttur mikill
afli og eflaust verður mikið sótt þangað enn, og ekki
óhugsandi, að ár lík 1924 komi aftur. En þeim fylgja
ýmsir ókostir, sém þegar háfa sýnt sig. Aðal-ókosturinn
er lega þeirra: þau eru í íshafinu, norður undir 67.°
n. br., og svo langt úti í sundinu milli Grænlands og
íslands, að A-Grænlands-straumurinn nær alveg yfir þau
og þar með fylgir lika, að hafísinn nær þeim á reki