Andvari - 01.01.1927, Qupperneq 69
Andvari
Fiskirannsóknir
67
sínu suður og vestur með Grænlandi, og það svo mjög,
að ísreks-takmörkin í maí og júní eru að meðaltali,
eftir því sem ísinn hefir hagað sér síðan síðustu aldamót1),
íslandsmegin við Halann, > þar er í meðal-ísári ísrek
þessa tvo mánuði og getur verið það miklu lengur,
þegar ísinn er mikill (eins og t. d. sumarið 1926, er
hann var þar alt fram í ágúst). Þegar við þetta bætist
langt myrkur og NA-stórhríðar, með frosthörkum í
skammdeginu, þegar þar er einna mest aflavon, stund-
um samfara ísreki, blind-þokur og ísrek á sumrin, þrá-
látir NA-stormar og vondur botn, mikið dýpi og mjög
úfinn sjór, en langt og undir flötum sjó að leita skjóls
undir landi, þá má segja, að sá böggull fylgi skammrifi,
sem reynir mjög á sjómensku fiskimanna og þolrif út-
gerðarmanna. — Togara-skipstjórum leikur að vonum
mjög hugur á því, að upp yrði sett miðunarstöð á Vest-
fjörðum, skipum til leiðbeiningar, þegar þau leita lands
í vetrar-dimmunni. Mundi hún óefað verða að miklu
liði, ef henni yrði komið upp, þar sem þesskonar tæki
eru dýr á skipunum sjálfum.
3. Þriðju ferðina á »Skallagrími« fór eg 11.—25. maí,
í vor er leið. Var henni upprunalega að eins heitið til
Austfjarða-miðanna, en af því að aflinn varð þar minni
en til stóð, var farið þaðan norður fyrir land og fiskað
nokkra daga á Strandagrunni og út af ísafjarðardjúpi,
á miðum, sem eg hafði aldrei verið á áður og þótti
mér vænt um það. Af síðast töldum miðum var haldið
rakleiðis heim.
Kveldið, sem við fórum af stað, var vörpu kastað tvis-
var á Bollasviði, en afli varð lítill, varla 2 pokar í 2
1) Sjá ísrekskortin úr Naut. Meteorol. Aarbog í „Ægi“ síð-
ustu árin.