Andvari - 01.01.1927, Page 70
68-
Fiskirannsóknir
Andvari
tíma, 1/3 þorskur og stútungur, með sandsíli í maga,
hitt tvævetur, þrevetur og fjögurra vetra ýsa og stór
steinbítur. Um miðnætti héldum við, sem leið lá, við-
stöðulaust austur á Papagrunn og komum þangað að
morgni hins 13. Leituðum við þar á miðum, sem skipið
hafði fengið nógan fisk á 5 dögum áður, en nú var þar
lítill afli, enda voru þar nú komnir 10—15 Faxaflóa-
togarar, en áður að eins 1—2. Þó fengum við einn
stóran drátt: 7-skiftan poka (3/4 stórufsa, J/4 þorsk;
skipin næst okkur fengu þá engan ufsa, við höfðum
lent í ufsatorfu). Var svo haldið um kveldið austur fyrir
Berufjarðarál og leitað á »Hvalsbak«.
Hvalsbak eða Hvalsbaksbanka nefna togaramenn vorir
nú suðurhlutann af Breiðdalsgrunni, milli Berufjarðaráls
og Litladjúps, en »Hallann« (Hvalsbakshalla) brekku
hans út að úthafs-djúpinu til SA og »Flákann« (Reyð-
arfjarðarfláka) yzta hlutann af Skrúðsgrunni, milli Litla-
djúps og Reyðarfjarðardjúps (sjá kortið við fiskabók
mína). Á Bankanum og Flákanum er 65—90 fðm. dýpi
tiðast, en 110—130 í Hallanum og Djúpunum.
Við vorum 6 daga á þessum slóðum og kiptum þar
fram og aftur, eftir því, sem afli var til, en hann var
yfirleitt fremur tregur, slöttungur og poki oft, tví- eða
þrískiftur þegar vel lét, sjaldan meira. Beztur var hann
í Hallanum og í Djúpunum, en svo lítill uppi á Hvals-
bak, að við höfðum þar litla viðdvöl. Þegar fogarar
byrjuðu fyrir 10—15 árum að fiska á vorin á Hvalsbak,
fengu þeir oft feikna mergð af smáþyrsklingi (tvæ- og
þrevetrum Austfjarða-fiski?), sem ekki var hirðandi vegna
smæðar, og því jafn harðan mokað í sjóinn aftur. Þótti
mörgum þetta ljótur afli og óttuðust að þessar veiðar
mundu gereyða þorskstofninum þar eystra. Á því hefir
þó eigi borið, svo séð verði, en þessarar smáþyrsklings-