Andvari - 01.01.1927, Page 71
Andvari
Fiskirannsóknir
69
mergðar verður lítið vart þar síðari árin (fiskurinn leitað
á aðrar stöðvar?). Annars er fiskurinn á Hvalsbak
svipaður og á Papagrunni, mest stútungur og smár,
ókynsþroskaður þorskur (ufsi, karfi og, þar sem grynnra
er, töluvert af vænni þykkvalúru). Á dýpri miðunum, í
Hallanum og Djúpunum er fiskurinn er yfirleitt stærri,
mei'ra af þorski. Nú var fiskurinn tíðast tómur eða með
niðurburð í maga, jafnvel ufsi og karfi, sem þó er sjald-
gæft, eða botnfæðu. Mest var um niðurburð í fiski í
Djúpunum, minst í Hallanum og þar fengum við tölu-
vert af mjög smárri keilu og smásteinbít. I Reyðar-
fjarðardjúpi fengum við 3 dílamjóra, fáséða íshafs-fiska.
Spærling fengum við ekki.
Merkilegt má það heita, að þarna úti á 100 —120
faðma dýpi, í Hallanum og Litla-Djúpi, urðum við varir
við hafsíld, bæði kom hún í vörpuna og upp úr fiski
(ufsa?); alls voru það 10, 34—38 cm síldir, allar átu-
lausar; 4 voru vorgot-síldir, úthrygnd, mögur »blóðsíld«,
6 sumargot-síldir, með mikið þroskuð hrogn og svil. —
Sést af þessu, að vorgot-síldin er þegar í miðjum maí,
skömmu eftir hrygningu (sem í þetta skifti hefir máske
farið fram lengra austur með en vanalega, sökum heit-
ari sjávar) komin svona langt norður með A-ströndinni,
og sumargot-síldin er þarna að undirbúa sig undir hrygn-
ingu, sem á að fara fram 2 mánuðum seinna, þetta
sumar máske (líka vegna sjávarhitans) við Austfirði (sjá
síðar).
Hið æðra botndýralíf er mjög fjölskrúðugt á þessum
slóðum, einkum í djúpunum, svipað og á Hala, enda
mætast hér hlýir og kaldir straumar. Golfstraumurinn úr
S og SA, og Austur-íslands-straumurinn úr N. Hvalbaks-
hallinn og Flákinn svara að ýmsu leyti til Halans : hlýr
botnstraumur rekst á »brekkurnar« út á móti úthaíinu