Andvari - 01.01.1927, Page 75
Andvarj
Fiskirannsóknir
73
unum sá eg að þyrsklingur og stútungur eru alt sum-
arið og máske árið um kring úti á yztu miðum, 50—60
sjóm. frá landi, oft ir.nanum þorsk, sem er að komast í
gagnið. Þó er þar, sem betur fer, fátt um smáþyrskling
og engin blóðseiði, 3: yngra fisk en þrevetran; þegar
kemur inn á grynnri miðin, en oft langt fyrir utan land-
helgi, vex smáþyrsklingsmergðin og þar með hættan við
tortímingu á uppfæðingi, sem er verðlaus til markaðar.
Af stórþorski sá eg fremur fátt, þegar gotstöðvarnar á
Selvogsbanka eru undanskildar. En hvar er hann þá
utan hrygningaitíma, spyrja menn mig oft, er hann ekki
úti á einhverjum óþektum »bönkum« úti í hafi, fyrir
utan landgrunnið? Svarið verður: það eru lítil líkindi til
að nokkurir verulegir »bankar« séu óþektir fyrir utan
landgrunnið, svo mikið hefir djúpið fyrir utan það ver-
ið kannað. Þorskurinn, sem hefir verið svo þéttur á
gotstöðvunum á útmánuðum og vorin, dreifir sér (það
af honum, sem eftir er óveitt) út um landgrunnið, út á
yztu brúnir þess og jafnvel út í djúpin fyrir utan grunn-
ið, út á 140—200 fðm., þegar æti lokkar hann, og á
þessum slóðum getur hann ýmist verið strjáll (of strjáll
fyrir botnvörpuna) eða í hnöppum og jafnvel í stórum
torfum, ef svo ber undir, og geta verið mikil áraskifti
að þessu (sbr. Hala 1924 og 1925). Um ufsa, karfa,
ýsu og síld má segja svipað.
Eg hefi einnig orðið þess vísari, að miðlungsufsi, sem
eg hafði lítið orðið var við áður, heldur sig mikið innan
um stórufsann, úti á þessum djúpmiðum, og virðist vera
þar tíðari, hlýjari tíma ársins að minsta kosti, en inni á
grunnmiðum, þar sem hann fæst meira höppum og
glöppum í botnvörpu og á önnur veiðarfæri (fæða hans
stopulli þar?).
Eg hefi og fengið að vita, að hafsíld, bæði vor- og