Andvari - 01.01.1927, Page 77
Andvari
Fiskirannsóknir
75
og sjaldséðum fiskum og hefi eg látið það alt á Nátt-
úrugripasafnið.
C. Rannsóknir á Austfjörðum 1926.
Þegar eg yfirgaf danska rannsóknaskipið »Dönu« í
sumar er leið, dvaldi eg 9 daga á Norðfirði og beið
þar »Esju« og kom við á Eskifirði, Fáskrúðsfirði og
fieiri stöðum í heimleið. Fékk eg þá tækifæri til að at-
huga mikið af fiski þeim, sem aflaðist af Norðfirði á
mótorbáta á djúpmiðum (Kolmúlagrunni og »Gullkistu«)
og á smábáta á heimamiðum og síld, sem ýmist var
veidd í snyrpinót. úti á rúmsjó eða í lagnet í firðinum.
Hefi eg skýrt frá hinu helzta af því sem eg varð vísari
í frásögn minni frá rannsóknum »Dönu« 1926 í 19. árg.,
8. tbl. »Ægis«, en vildi bæta nokkuru við hér.
í fyrra sumar (1925) var óvenju mikið af sandsíli við
Austurland (þar er annars fremur fátt um það) og alveg
fram á vetur og hafði þá fengist stundum niðurgrafið á
leirum og mjög þróttlítið, en samfara sílinu var mikil
mergð af smáfiski, jafnvel allan veturinn, og á nokkurum
stöðum komu þorskhlaup, sem auðsjáanlega eltu sílið.
Bar mest á þessu í Norðfirði; þar kom feikna mikið
af þorski, einkum á Hallsbót, og lá þar lengi sumars;
40—50 bátar fengu þar 2—3 þús. skpd. um sumarið.
Svipað hlaup, en ekki eins mikið, kom í Reyðarfirði urn
sama leyti, en frekari upplýsingar hefi eg eigi fengið,
og í Fáskrúðsfirði öfluðust um 200 skpd þenna mánuð,
fast við land, hjá Víkurgerði, en fiskurinn var brigðull,
»vitlaus« annað slagið, en ekki vart á milli. Þetta var á
svo grunnu, að menn sáu í botn, þar sem fiskurinn stóð
á höfði og var gð draga stórt síli upp úr botninum.
Rita og mávar voru alt af á vakki þarna í kring og
gerjuðu í sílinu.