Andvari - 01.01.1927, Page 79
Andvari
Fiskirannsóknir
77
sem hún er etin ný eða öðruvísi, ef hún er í góðum
holdum, og síld, sem á að salta til matar (og útflutn-
ings), verður að vera hæfilega feit, ef hún á að vera
boðleg vara. — Síldarmatsmenn og þeir sem eru vanir
að salta síld, sjá fljótt, hvort síld er feit eða mögur og
tíðast einnig, hvort hún er nægilega feit til söltunar.
Þegar um síld er að ræða, sem vinna á fituna (lýsið)
úr (á að »bræða«, eins og sagt er), er mikils vert að
vita, hve mikið fitumagnið er í allri síldinni (með höfði,
hala og innýflum). Það má finna það með efnarannsókn.
En ef salta á síldina, kemur aðallega til greina, hve
feit síldin eráfiskinn; innýfla-feitin (»mörinn«) verður að
litlum notum og mögur síld, eins og t. d. vorsíld, getur
haft garnmör, þó að hún sé mjög mögur á fiskinn, ef
hún hefir komist í gott æti, en innýfla-fitan fer smámL
saman út í fiskinn (vöðvana), en það tekur tíma.
Af þessum ástæðum getur verið erfitt að dæma rétt
um holdafar (vöðvafitu) síldar með sjóninni einni og því
var það, að Henrik Bull, forstjóri fyrir Statens Forsöks-
anstalt í Bergen, fann um síðustu aldamót upp einfalt
áhald, e. k. reizlu eða fituvog 0 til þess að mæla með
fitu í síld, hausaðri og slægðri, og gefur hún fituna beint
til kynna í hundraðshlutum (o/o) af þyngd síldarinnar.
Þegar um síld er að ræða, sem er að hrygna, hvort
sem það er að vori eða sumri (vor- eða sumargotsíld)
sýnir vogin 3°/o meira fitumagn, en rétt er og verður
það að dragast frá, og á 15—18 cm langri smásíld
(sem Norðmenn nefna Bladsíld) 1 o/0. Þetta er miðað
við norska síld, en Bull hefir tjáð mér, að það muni
1) Vog þessi fæst hjá Optikus Martin Olsen í Bergen og kostar
nú c. 35 ísl. krónur. Það er óþarfi að lýsa henni hér, því að
lýsing fylgir henni og leiðarvísir.