Andvari - 01.01.1927, Síða 85
Andvari
Fiskirannsóknir
83
A. Ufsi (Gadus virens).
Eg hefi um langt skeið athugað vöxt ufsans, og
safnað gögnum til aldursákvörðunar, bæði á rann-
sóknarferðum mínum á Húnaflóa, í Isafjarðardjúpi,
Breiðafirði og Faxaflóa 1908—1909, í Vestmanneyjum
1919, við ísafjarðardjúp 1923, á »Dönu« 1924 og 1926,
á »Skallagrími« 1925 og á Norðfirði 1926 og svo við og
við í Reykjavík og Hafnarfirði, en hefi ekki birt neitt
um rannsóknirnar hingað til, annað en það, se(m eg hefi
sett í fiskabók mína, en það er að eins það, sem eg
gat sagt með sæmilegri vissu um ungfiskinn að 5. ald-
ursári, en að eins tilgátur um eldri fiska. Nú hefi eg
rannsakað öll þau gögn, sem eg hefi safnað og birti
hér útkomuna.
Ufsinn er, sem kunnugt er, ein tegund af þorskaætt-
kvíslinni og til aldursákvörðunar má því nota sömu
gögn og þegar um aðrar teg. þeirrar ættkvíslar er að
ræða, bein, kvarnir, hreistur og, þegar um yngstu ár-
gangana er að ræða, stærðina, en á 3. og 4. árg. er
eigi gott að ákvarða aldurinn eftir stærðinni og á eldra
fiski alls ekki. Beztu eða að minsta kosti þægilegustu
gögnin eru annars hreistrið. Það er mjög svipað að
gerð og á ýsunni og öllu betra þegar til þess kemur
að greina vaxtarrákirnar: Þær eru tíðast mjög glöggvar
frá 6—7 fyrstu árunum, uppvaxtar- og þroskunarárun-
um, en verða oft fremur ógreinilegar úr því, svo að
nákvæm aldurs-ákvörðun verður erfið og getur skakkað
1—2 árum, eins og þegar um ýsu er að ræða; en af
hreistrinu má alt af sjá það, sem mest er um vert að
vita: hve lengi fiskur þessi er að ná kynsþroska, hve
gamall hér um bil sá fiskur er, sem mest er veiddur
og hve aldur fisksins verður yfirleitt hár. Annars hefi