Andvari - 01.01.1927, Page 86
84
Fiskirannsóknir
Andvari
eg stundum haft báðar aðferðirnar við yngsta fiskinn,
til frekari trvggingar.
Eg set yfirlitin yfir mælingarnar og hreisturrannsókn-
irnar í töfluformi, eins og í eldri skýrslum, en sökum
þess, að eg hefi sjaldan getað vegið þann fisk, sem eg
hefi rannsakað, þá verður þyngdarinnar ekki getið
nema sjaldan.
a. Smáufsi. Mest af rannsóknunum á yngsta fisk-
inum (smáufsanum) eru lengdarmælingar á miklum
fjölda fiska (Petersens-aðferðin), en stundum þó stað-
festar með hreisturrannsóknum og til fullkomnunar birti
eg líka útkomuna af nokkurum samskonar rannsóknum,
gerðum á »Thor« 1903, 1904, 1905 og 1908 og á
»Dönu« 1924, og dreg þær allar saman í eina allsherj-
artöflu (bls. 85), þar sem hver staður er í dálki sér, til
auðveldara yfirlits. Tölurnar sýna, hve margir fiskar eru
á hverri stærð. Það sýnir sig, að á öllum stöðunum eru
árgangarnir greinilega aðskildir að stærð, og allstaðar
aðeins tveir, nema í Hafnarfirði 1924, þar sem ber tölu-
vert á tvævetrungunum og í R-vík 1904, þar sem er að-
eins einn árgangur. Stærð (lengd) fiskanna í hverjum
árgangi er all-misjöfn á hverjum stað, getur munað
10—13 cm, en meðalstærðin í hverjum flokki, sem er
verulega margt af, er nálægt því sem hæsta talan sýnir.
Eftirtektarvert er það, að fiskurinn í Vestmanneyjum
er að meðaitali mun stærri en á öðrum stöðum (t. d.
Seyðisfirði) á sama tíma, 3: vex hraðara, og það mun
sá fiskurinn, sem elur aldur sinn í hlýja sjónum við S-
og V-ströndina, yfirleitt gera, enda þótt taflan sýni það
ekki skýrt, og stafar það með fram af því, að fiskurinn
er ekki allur tekinn samtímis, né á sama dýpi á hverj-
um stað. — Fiskurinn er flokkaður í þrent í töflunni:
í fisk, sem veiddur er í júní, í júlí—ágúst og í jan.— febr.,