Andvari - 01.01.1927, Page 96
94
Fiskirannsóknir
Andvari
Hér eru auðséð 2 stærðarflokkar (árg.): stór loðna,
nærri eingöngu 12—16 cm og öll kynsþroskuð, þó að
eigi væri ávalt auðið að aðgreina kynin, vegna þess, að
hún var farin að meltast, og ókynsþroskuð smáloðna,
nærri eingöngu 7—10 cm löng.
4. Sömu dagana (25. og 27. ágúst) 1904 veiddist á
»Thor« í sílavörpu í ísafjarðardjúpi og Alsbrún mergð
af loðnu-svifseiðum, 4—5 cm löngum, svo að auðséð er,
að síðari hluta ágúst eru 3 stærðarflokkar af loðnu við
NV-strönd landsins. Sömuleiðis fæst oft mergð af loðnu
í þorski við N-ströndina í júní—ágúst. T. d. athugaði
hr. Steinn Emílsson urmul af smáloðnu í Þistilfirði, frá
miðjum júní og fram í ágúst 1915 og var hún öll 8—9
cm Enn fremur má geta þess, að stud. art. Lúðvík
Guðmundsson fann í júlí sama ár urmul af loðnu-svif-
seiðum, 3—4 cm löngum í sjópollum á flatísjökum og f
yfirborði sjávar, innan um síldartorfur. Einnig hefir höf.
sjeð stór- og smáloðnu í fiski við N- og A-ströndina í
júlí og seiði í síldarmögum, og á »Thor« hafa þau feng-
ist í sílavörpu, 1,5—3,5 cm á lengd á Skjálfanda í júlí-
lok. Millistærðir sjást aldrei milli þessara þriggja stærð-
arflokka á sama tíma og stað.
Af öllu þessu verð eg að draga þá ályktun, að hinir
þrír ofangreindu stærðarflokkar séu líka aldursflokkar
þar sem aldursmunurinn er éitt ár. Nú er það víst, að
minsti flokkurinn, sem einstaklingarnir í eru 1—5 cm
í júlí—ágúst, eru síðan frá síðustu hrygningu (þau eru
5 mm, þegar þau klekjast), 3: á 1. ári (0. fl.); þá hlýtur
næsti stærðarflokkurinn (smáloðnan), sem um sama leyti
er 6—10 cm, að vera vetrungarnir (I. fl.) og þriðji flokk-
urinn, sem er 11 —16 cm, að vera tvævetlurnar (II. fl.).
Þessi flokkur er að þroskast til æxlunar á næsta vori,
hefir þá náð fullri stærð (12—18 cm) og hrygnir þá,