Andvari - 01.01.1927, Page 97
Andvari
Fiskirannsóknir
95
þrevetur að aldri, hefir þá, m. ö. o. sagt, náð fullum
þroska og stærðin fer sjaldan og að eins örlítið (1—3
cm) fram úr umgetinni (18 cm) lengd.
Þegar loðnan er nýhrygnd, er hún orðin mjög mögur
og slæpt, ólík því sem hún er í fullum holdum, og það
er víst (það hefir verið athugað þráfalt, bæði við Finn-
mörk og hér, af mér og öðrum), að loðnan sést oft
deyjandi eða dauð ofansjávar eða rekur dauða í hrönn-
um, eða liggur í botni úti á miðum og fæst þar í botn-
vörpuna, eftir hrygninguna. Það ber oft við á hængun-
um (90—95°/o), en líklegt er, að eins fari um hrygn-
urnar og stundum hefi eg séð (t. d. í Grindavík 1925,
sjá bls. 54) bæði kynin jafnt rekin dauð. Lítur því út
fyrir, að líkt sé um loðnuna og suma aðra fiska, einnig
af hennar ætt, t. d. sumar laxategundir, að hún deyi að
mestu eða öllu leyti eftir fyrstu hrygningu, 3: verði ekki
eldri en þrevetur eða þriggja ára; þó getur hugsast, að
fátt eitt af henni lifi eitt ár til og gjóti í annað sinn, en
það tel eg ólíklegra og fæst vonandi full vissa um það
síðar.
C. 25 ára klaktilraunir við Mývatn.
Sumarið 1900 kom eg fyrst að Mývatni og ræddi við
menn þar um klaktilraunir og næsta vetur (1901) sendi
eg síra Arna sál., þá á Skútustöðum, fyrirmynd að linda-
klakvél, sem eg hélt að mundi geta orðið þar að liði.
Var smíðuð eftir henni vél í fullri stærð og gerð til-
raun með hana veturinn 1901 — 02. Útkoman af þessum
tilraunum varð engin sýnileg, fremur en af lítilsháttar
tilraunum, sem aðrir (aðallega síra Arni) höfðu gert áður.
En þar sem afskifti mín af klaktilraunum Mývetninga
byrjuðu með þessari klakvél, þá stendur svo á, að þessi
árin eru liðin 25 ár síðan, og tel eg því viðeigandi, að