Andvari - 01.01.1927, Qupperneq 101
Andvari
Fiskirannsóknir
99
sést á því, að ekki fóru (samkv. Þorv. Thor.: Veðrátta)
hörð haust á undan hinum góðu aflaárum, sem byrjuðu
1864 og 1901. í öðrum vötnum hér, sem ekki fá silung
iir sjó fremur en Mývatn, en riðaveiði þó stunduð í,.
hefir alls ekki borið á aukinni veiði eftir 1917 (Þing-
vallavatni) eða ekki nálægt því líkt því (Svínavatni), og í
Mývatni, sjá töfluna. Það má einnig benda á, að veiðin í
Mývatni var líka mun meiri árið 1917, en árin þar á
undan, og það hefir ekki getað verið að þakka riðafrið-
uninni það sama ár.
Araskifti eru nokkur að veiði í öllum vötnum, án-
þess gott sé að finna orsökina í hvert skifti. Nú tala-
menn m. a. um góð og slæm náttúrleg klakár, áhrif
þau, sem mismikil fæða (»áta«, í vatninu, t. d. mý og
krabbadýr) geti haft o. fl. Svo vil eg benda á friðunar-
tilraunir Mývetninga í sambandi við síðasta góða veiði-
kafla; ekki er ólíklegt, að ákvæðin um takmörkun á
riðfiskaveiði og smáfiski hafi haft örfandi áhrif á veiðina
síðan 1916.
Að þessu athuguðu verð eg að líta svo á, að hin
góða veiði í Mývatni 1918—1925 sé að verulegu leyti
klakinu (og friðunar-ráðstöfunum Veiðifélagsins) að þakka.
Næstu árin munu skera úr því, hvort sú skoðun mín
sé rélt eða eigi, og hvort rétt sé að halda áfram með
klak »í smáum stýl« eða eigi, því að brátt mun koma
að því, að áhrifin frá haustinu 1917 dvíni og hætti loks
með öllu, og þá ætti að verða aftur svipað um veiðina
og var fyrir 1917, ef klakið og friðunar-ákvæðin hefðu
engin veruleg áhrif haft. Hins vegar get eg verið sam-
mála hr. J. G. P. um það, »að klak þurfi að reka í
stórum stýl, svo á það nálega eitt megi treysta til við-
halds og aukningar silungsstofninum®, jafnvel þó að rið-
silungs veiði sé e k k i stunduð hlífðarlaust. Það er aldrei