Andvari - 01.01.1927, Page 102
100
Fiskirannsólinir
Andvari
gott að vita, hvað verður um seiðin, sem slept er, þau
g e t a farizt unnvörpum, og því tel eg sjálfsagt, að Mý-
vetningar haldi í heiðri veiðireglum þeim, sem Veiði-
félagið setti veturinn 1905; þær voru góðar og líklegar
til þess að gera gagn.
í viðbót við það, sem eg sagði í síðustu skýrslu minni
um skoðun mína og Gísla Arnasonar á fossinum í
Fnjóská og hvernig mætti gera hann fiskgengan, skal
eg geta þess, að samkvæmt beiðni minni lét vegamála-
stjóri hr. Arna Pálsson verkfræðing, sem var við vega-
mælingar á Vaðlaheiði síðastliðið sumar, mæla fiskaleið
upp fossinn, samkvæmt tillögum Gísla, sem var við-
staddur meðan mælingin fór fram. Er kostnaðurinn við
nauðsynlegar sprengingar og annað, sem með þarf til
þess að gera þessa leið, áætlaður 4—500 kr., eftir því
sem vegamálastjóri hefir sagt mér.
Reykjavík í febrúar 1927.