Andvari - 01.01.1927, Page 103
Andvari
Norsk vísindastofnun.
Vér íslendingar vitum minna en skyldi um margt það,
er gerist í Noregi. Væri oss þó af ýmsum ástæðum
hollt að gefa þessari grannþjóð vorri og frændþjóð nán-
ar gætur. Norðmenn eru oss svo náskyldir, að vér
kynnumst sjálfum oss með því að kynnast þeim. Auk
þess er þjóðin svo fátæk og smá, að ef vér ættum að
taka nokkura aðra þjóð til jafnaðar og samkeppni,
standa Norðmenn hóti næstir. Er og ekki laust við, að
vér gerum þetta stundum. Þykjumst vér þá miklir af
varðveizlu tungu vorrar og jafnvel togaraútgerð vorri og
fiskverkun, en þykir Norðmönnum fara lítilmannlega, er
þeir reyna að hnupla fornsögum vorum og halda mál-
lýzkum sínum fram gegn hinu íslenzka þjóðmáli. En
því síður ættum vér að gleyma hinu, að Norðmenn hafa
á 19. og 20. öld að mörgu leyti haldið til jafns við
stórveldi í listum og vísindum, en vér höfum á því tíma-
bili lítt fært oss heimsmenninguna í nyt og enn minna
til hennar lagt. Hér skal nú stuttlega skýrt frá einum
atburði í menntalífi Norðmanna nú á dögum. Minnist
eg ekki að hafa séð hans getið í neinu íslenzku blaði
né tímariti, og getur það ekki heitið vansalaust.
I.
Svo sem kunnugt er, var styrjöldin mikla ekki síður
háð með penna og bleki en púðri og blýi. Vmsir frægir