Andvari - 01.01.1927, Síða 104
102
Norsk vísindastofnun
Andvari
vísindamenn beggja aðilja gengu fram fyrir skjöldu og
vörðu málstað þjóðar sinnar og samherja hennar, en
deildu harðlega á andstæðingana. Má fullyrða, að hatrið
milli þessara andlegu stríðsmanna, sem oft voru gamlir
vinir og starfsbræður, hafi oft brunnið heitar en milli
hermannanna í skotgryfjunum. Auðsætt var, að vísinda-
starfsemi framtíðarinnar hlaut að vera hin mesta hætta
búin af þessum friðslitum. Samstarf vísindamanna af öll-
um þjóðum hafði verið meginskilyrði fyrir örri þróun
vísindanna. Alþjóðafundir vísindamanna, tímarit, sem
náðu til hvers fræðimanns í þeirri grein, bréfaskifti
milli fræðimanna o. s. frv., höfðu smám saman skapað
vísindaríki, sem var eitt, þrátt fyrir landamæri og mála-
greining. Nú brast þetta ríki í tvo hluti með sorgleg-
um hætti.
Það hlaut að verða mark hinna hlutlausu þjóða að
færa þetta í lag. Það var hugsanlegt, að hægt væri að
fá franska og þýzka vísindamenn til þess að sækja fund
saman í Höfn eða Genéve, þótt hvorugir ætti kvæmt í
annara land. Þó að hin hlutlausu smáríki hefði ekki
verið þess um komin að stilla til friðar á vígvellinum,
gátu þau með þessu móti unnið sitt til þess að kippa
heiminum í liðinn. Þau hlutu því fremur að telja þetta
skyldu sína, sem flestar hlutlausar þjóðir höfðu grætt of
fjár á ófriðinum og fengið með því í hendur afl þeirra
hluta, sem gera skal.
Á fundi Norðurlanda þingmanna í Hristianíu 1917
hreifði prófessor Friðrik Stang, sem nú er rektor há-
skólans í Osló, þessu máli. Skoraði hann á þjóðþingin
þrjú, er fulltrúa áttu á fundinum, að beitast fyrir því,
hvert í sínu landi, »að búa alþjóðasamvinnu vísinda-
manna griðastað á Norðurlöndum«. Svíar hafa lítt sinnt
þessu máli, enda höfðu þeir áður goldið Torfalögin með