Andvari - 01.01.1927, Page 109
Andvari
Norslt vísindastofnun
107
forvandling*, »Det mytiske tænkeset« o. fl. Margir ís-
lendingar munu líka lesa hina miklu ritgjörð »Eventyrlige
sagn i vor ældre historie* með athygli, því að þar eru
teknir til rækilegrar meðferðar ýmsir þættir úr konunga-
sögunum, um Snæfríði, Dofra og Gunnhildi konunga-
móður. — í bindum þeim, sem eftir eru af verkum
Moltke Moe, mun m. a. koma ritgjörð hans um Episke
love, sem áður hefur verið prentuð í tímaritinu Eddu,
en síðan ýmislegt óprentað. Af því má framar öðru til
nefna skýringarnar við Draumkvæðið norska, sem munu
koma víða við og einkum varpa miklu ljósi á Sólarljóð.
Fram um 900 er saga Norðmanna um leið saga Is-
lendinga. Sú saga er að vísu ekki jafnskýr eins og hún
varð eftir að kvæði og frásagnir Islendinga taka við, en
eigi að síður merkileg. Enginn Islendingur mun geta
skoðað norska bautasteina og rúnasteina né skipin frá
Gokstad og Oseberg, án þess að fá fyllra skilning á
menningu og hugsunarhætti landnámsmanna. 1 Noregi
munu jafnan liggja dýpstu rætur vorrar eigin sögu.
Þrjú af ritum þeim, er nefnd voru hér að framan,
fjalla einmift um forsögu Norðmanna og Islendinga.
Hafa þar lagt hönd að verki þeir, sem færastir eru. Rit
þeirra H. Sheteligs og A. W. Bröggers segja bæði frá
sama tímabili, en sjónarmið og rannsóknaraðferðir mis-
munandi. Það má fá miklu stærri og greinilegri rit um
það efni, en varla nokkur, sem segi meira í styttra máli
né varpi ljósi á efnið frá fleiri hliðum.
En þó mun Ættegárd og helligdom eftir Magnus
Olsen, sem kom út nú fyrir jólin, líklega verða mest
lesin á Islandi af þessum ritum. M. O. nýtur nú þeirrar
viðurkenningar utan Noregs og innan að vera einn af
forustumönnum norrænna vísinda. Hann er manna lærð-
astur og má heita jafnvígur á flestar greinir fræða sinna,