Andvari - 01.01.1927, Side 110
108
Norsk vísindastofnun
Andvarí
en lærdómurinn hefur hvorki gert hann óðan né ófrjóvan,
heldur verið nauðsynleg kjölfesta fyrir frumleik hans og
áræði í skýringum. Hann hefur haldið áfram tveim
norskum stórvirkjum, »Norges indskrifter med de ældre
runer«, sem Sophus Bugge byrjaði að gefa út, og
»Norske gaardnavne*, sem Oluf Rygh stofnaði til. Koma
yfirburðir M. O. fagurlega fram í því, sem hann hefur
lagt til þessara verka. Þar helzt í hendur ræktarsemi
við fyrirrennara hans og hæfileikar til þess að leiða
rannsóknirnar áfram til nýrra afreka. I rúnafræðum eru
nafnkunnar ritgjörðir hans »Om troldruner« og skýr-
ingin á rúnaristunni frá Eggjum. En í örnefnarannsóknir
sótti hann efnið í ritgjcrð sína »Hedenske kultminder i
norske stedsnavne* og rit það, sem nú er nýlega út komið.
Það væri nóg efni í langa ritgjörð að rekja efnið í
Ættegárd og helligdom. Hér er ekki unnt að gera
annað en drepa lauslega á fáein aðalatriði. Norðmenn
eiga enga Landnámu, eins og vér íslendingar. Noregur
er byggður í grárri forneskju, og engar sögur fara af
því, með hverjum hætti það gjörðist. Þó eru enn til
minjar, sem geta sagt töluvert, ef þær eru krafðar sagna
með réttum hætti. Það eru bæjanöfnin sjálf. Þau eru
mörg eldgömul, og ef leitað er allra bragða, má takast
að flokka þau eftir tegundum og raða flokkunum eftir
aldri. Þá má sjá, að víða hafa verið höfuðból, sem virð-
ast í upphafi hafa verið aðsetur heillar ættar. Síðan
hafa þau tekið að skiftast, nýr bær er byggður við
akurgerði eða engiteig, en síðast er tekið að ryðja skóg
og brjóta það land til ræktunar. Mikið af þessari bók
er rannsókn á ýmsum bæjarnafna-flokkum (nöfnum, sem
enda á -staðir, -land, -setr, -vin) og aldri þeirra. Er
hún gjörð með mikilli skarpskyggni og gætni, og þó að
niðurstöðurnar hljóti að verða nokkuð vafasamar, má