Andvari - 01.01.1927, Page 113
Andvari
Þættir úr menningarsögu
Vestmannaeyja.
Eftir Sigfús M. Johnsen.
Mikilsvert mundi það fræðimönnum, ef tíndar væru
saman venjur í byggðarlögum landsins, einkum þær, er
sjerkennilegar væru eða afræktar með öllu, en þó enn
í minni manna. Myndi slíkt safn veita drjúgan skerf til
skilnings á þjóðlífi landsmanna og verða merk heimild
um menningarsögu þjóðarinnar. Er og ekki fyrir að
synja, að eitthvað kunni að felast í slíku, þótt afrækt
sje nú, er beinlínis megi telja hagnýtilegt, ef upp væri
tekið af nýju, eða draga megi af óbeint hagkvæm vinnu-
brögð eða annan nytsaman fróðleik.
Hjer skal nú nokkuð greint frá siðum og venjum í
Vestmannaeyjum og orðatiltækjum og heitum, sem al-
geng eru þar eða hafa verið það, fram að aldamótum
síðustu, og sjerkennileg eru eyjunum, eða að minnsta
kosti ótiðari annarstaðar, og lúta að staðháttum, atvinnu-
vegum og lifnaðarháttum eyjabúa, eins og þeim var hátt-
að og er að mörgu leyti enn þá. Margt af þessu er nú
farið að fyrnast með breyttum háttum fólksins, og er
því eigi seinna vænna að ná þessu saman, til að varð-
veita það frá gleymsku, einkum þar sem fæst af þessu
er bókfært áður, og sjer í lagi, ef takast mætti að draga
eitthvað nýtilegt á Iand aftur af því, sem gömlu menn-
irnir töldu mikilsvert í búskaparfyrirhyggju sinni og