Andvari - 01.01.1927, Síða 114
112
Þættir úr menningarsögu Vestmannaeyja
Andvari
sjálfsbjargarviðleitni, en er að verða sandkafið í bylt-
inga-umróti nútímans.
I. Súla.
Súla, -u, -ur, kvk. Súla fjekkst í Vestmannaeyjum að
eins úr Hellisey, Súlnaskeri, Geldung og Brandi, en aft-
ur á móti verpti fýllinn í öllum klettum og björgum á
Heimaey og í öllum úteyjunum. Venjulega var farið
tvisvar og stundum þrisvar á sumri til súlna, í júlí til
september, því súlan verpir mjög misjafnt. Súlnatekja var
aldrei mikil, mun ekki hafa farið fram úr 30 til 40 fugl-
um í hlut á þær jarðir, sem mesta súlu áttu. Kringum
aldamótin fóru nokkrir Vestmanneyingar, svo sem kunn-
ugt er, upp á Eldey, fram undan Reykjanesi; hafði eng-
inn maður komizt þar upp áður. Eru nú tveir á lífi af
þeim mönnum, er þangað fóru. Var þetta hin mesta
glæfra- og hættuferð, svo sem víðfrægt er orðið. Lögðu
mennirnir veg upp á eyna, færan fyrir fjallamenn, með
því að festa járnbolta í bergið, svo að hægt er að koma
-L>ar við hnoðaburði, og sumstaðar voru settar keðjur.
Er nú farið á hverju sumri frá Vesfmannaeyjum í Eldey
og sótt þangað mikið af súlu, stundum nokkur þúsund.
Var veiðirjetturinn heimilaður mönnum þeim, er fyrstir
komust upp á eyna. Allt af þykir förin í Eldey mesta
svaðilför, svo sem að líkum lætur, þar sem svo langt
er að sækja frá Vestmannaeyjum til eyjarinnar og lend-
ing erfið.
Gömul súla, eldri en sumargömul. Var hún aldrei
veidd.
Gerð súla, algerð, velgerð, illa gerð, hálfgerð, var sagt
um ungu súluna, eftir því hvað langt hún var komin
að vaxa.
Gerast, nú gerist fuglinn, var sagt um ungu súluna