Andvari - 01.01.1927, Side 115
íAndvari
Þættir úr menningarsögu Vestmannaevja
113
og fýlungann, þegar veður voru hagstæð undir fugla-
tímann.
Flugsúla, fleyg súla, er flýgur í fyrsta sinni úr hreiðr-
inu. Sezt hún altaf niður á sjóinn, en flýgur aldrei á
land nje vitjar hreiðursins aftur. Er hún strax fær um
að bjarga sjer.
Skerlingur, -s, -ar, kk., ung súla, er lítið eða ekkert
hefir felt dúninn. Var hamnum allt af flett af skerlingun-
■um, því að illt var að reita þá vegna blóðfjaðranna.
Súlusvið, fl., kvk., vængirnir af súlu, sem voru sviðnir
sem önnur svið og etnir ásamt löppunum, hausnum og
svíranum. Nú mun vera nálega hætt að nota þau
til matar.
Súlukrakar, fl., kk., vængir af súlu, þsgar búið var
að svíða þá.
Súlublóðmör, -s, kk., rjettur búinn til úr lifrinni úr
súlum og mjöli, líkt og vanaleg lifrarpylsa, og stundum
látinn í hann kindamör og rúsínur. Var til skamms tíma
almennt notaður til matar, en nú víst eigi framar.
Fylluhólkur, -s, -ar, kk., fyllan af hálsinum á súlu,
sem súlublóðmörinn var soðinn í.
Fara til súlna, veiða súlu; síga til súlna, sama.
Súla, -aði, -að, veiða súlu. Sagt, að þeir súluðu vel
eða illa, eftir því hvað mikið veiddist.
Súlufylla, -u, -ur, kvk., puran eða fyllan af súlunni.
Er hún afar-feit, en mörgum þótti hún bezti matur, þó
að hún væri ekki hentug þeim, sem klígjugjarnt var.
Súlufeiti, -ar, kvk., bræddur súlumör, notaður í bræð-
ing til viðbits og þótti ágætur. Stundum var mörinn lát-
inn bráðna af sjálfu sjer í ílátum og þá oft notaður á
grútarlampa. Nú mun vera orðið minna um not hans.
Súlumör, feitin innan úr súlu. Væn súla var vel
8