Andvari - 01.01.1927, Qupperneq 116
114
Þættir úr menningarsögu Vestmannaeyja
Andvari
mörvuð innan, mun vera allt að því mörk af mör í vel-
gerðri feitri súlu.
Súlusúpa, súlan var soðin ný eða söltuð í súpu, eða
þá reykt og etin með kartöflum.
Súluger, -s, hvk., þegar mikið er um súlu, er stingur
sjer úr háalofti niður í sjóinn eftir æti. Þótti það vita á
fiskigöngur og var þá sagt, að kveikilegt væri.
Súlubæli, -is, hvk., hillur, skvompur og bekkir utan í
björgunum, .þar sem súlan verpir. Þar sem súlan hefst
við utan í, oft í hengiflugum, varð að síga eftir henni,
og voru það aðal-sigin eða stórsigin í Vestmannaeyjum,
þegar farið var til súlna, stundum margar vaðarhæðir.
Var það hinn mesti vandi að ná sjer inn á hillurnar,
þar sem bergið slútti mjög fram yfir sig og oft varð að
taka á sig fleiri faðma tilhlaup á bandinu, til þess að ná
á sig riði, og ekki mátti láta sjer snúa í loftinu, því þá
gátu menn slegizt við og rotazt. Einkum þóttu Stór-
hellasigin í Hellisey erfið og hættuleg. Bendir til þess
vísan: »Hörð eru sig í Háubælum og hættuleg, | Há-
brandinn ei hræðist jeg, en Hellisey er ógnarleg«. —
Sigu ekki Stórhellasigin aðrir en úrvals-sigamenn og
ofurhugar.
Súlubreiða, -u, -ur, kvk., þar sem súlur verpa margar
saman í grasinu uppi á eyjunum eða á bergflákunum.
Frægust var súlubreiðan uppi á Súlnaskeri. Ekki þótti
gott að aðsækja súluna, því að hún flaug þá með gargi
miklu og þys yfir höfði veiðimannanna, albúin að höggva
í þá með gogginum. Attu þeir nóg með að verjast henni,
og hlífðargóð höfuðföt urðu menn að hafa.
Súlukeppur, -s, -ar, kk., barefli, er fuglamennirnir
höfðu til að rota með súluna. Var það digur sívalur
trjelurkur, rúm alin á lengd og járngaddur eða járn-
hólkur neðan í.