Andvari - 01.01.1927, Qupperneq 117
Andvari
Þættir úr menningarsögu Vestmannaeyja
115
Keppsúla, valin súla, er fuglamennirnir máttu velja
sjer af óskiftu.
Aðsækja, notað um að fara í björgin til súlna og til
fýla. Þeir aðsóttu vel, það er þeir skildu ekki mikið eftir.
Kalla til súlna, kveðja menn til farar til að veiða
súlu. Var það allt af einn bóndi úr sameigninni, sem
hafði það á hendi, að sjá um ferðina, ákveða farardag-
nn og kalla hina, með sama hætti og menn voru kall-
aðir til sjós, og fekk hann vissan hlut í fugli fyrir. En
öllum úteyjunum er skift milli jarðanna, bæði að því,
er varðar fuglaveiðarnar, hagbeit og annað, og var það
nefnt að vera í'sama leigumála eða að vera í sameign
um þær. Ljet hver bóndi einn mann til fuglaferðanna,
og stundum var bætt við göngumönnum, og fengu þeir
allt af sjerstakan hlut, sem kallaður var gönguhlutur.
Undantekning var þó með Súlnasker, sem einnig er
kallað Almenningssker; það áttu allar jarðir í Vest-
mannaeyjum jafnt. Til fararinnar í Skerið ljet helmingur
jarðarbændanna mann í hvert skifti, og tóku þeir, sem
ekki áttu förina í það sinn, jafnan hlut á við hina, en
göngunni upp á Skerið er skift milli jarðanna eftir
vissum fornum reglum, og fengu þær jarðir, sem göng-
una áttu í hvert sinn, aukahlut, enda urðu þær að
leggja til góðan fjallamann. Átta voru göngumenn-
irnir í Skerið.
II. Fýll.
Fýll, -s, -ar, kk., fýlungi. Fýllinn byrjar að verpa um
krossmessu, oftast ekki fyr en 12. maí og var alorpinn
um 4 vikur af sumri.
Gamall fýll, í mótsetningu við unga, sumargamla fýl-
inn, sem veiddur var. En gamli fýllinn var aldrei veidd-
ur fyr en seinni árin, að menn fóru að veiða hann í