Andvari - 01.01.1927, Síða 119
Andvari
Þættir úr menningarsögu Vestmannaeyja
117
flaug i þveröfuga átt og lenti svo hjá öðrum. En verst
þótti, þegar flugfýllinn, er búið var að elta hann lengi á
fluginu, hafði það af að komast út á sjóinn, því þá höfðu
drengirnir ekkert af honum. Flugfýllinn, sem á Heima-
landið datt, var einkum úr Dalfjalli, Hánni og Klifinu.
Duglegir strákar náðu oft 50 til 60 flugfýlum yfir fýla-
tímann. Ef flugfýllinn komst á sjóinn, var honum borgið.
Þó mátti elta þá uppi á bátum á sjónum, ef þeir voru
nýdottnir, því að þeir kunna lítt að bera sig til á sjón-
um í fyrstu, en lærist það fljótt. Sumir höfðu hunda, sem
voru vandir á að taka flugfýla.
Láki, -a, -ar, kk., magur og rýr fýlungi, þótt hann sje
velgerður, eða þegar hann er mjög illa gerður.
Dúnaláki, fýlungi, sem mjög lítið hefir fellt dúninn.
Taðláki, mjög magur fýlungi, sem ekki er ætur fyrir
megurðar sakir. Var honum fleygt í taðstálið og hafður
til eldsneytis; sömu örlög biðu remmulákans. Það ber
oft við í hitasumrum, að fýlunginn brennur sunnan á
móti í björgunum, einkum í brunabergi, sem hitnar mjög
af sólinni, eða þar sem eigi er skýli fyrir sólu, svo sem
hvannstóð, blóðrót eða baldursbrá; brennur hann þá í
sólarhitanum, þannig að lýsið í honum bráðnar og vesl-
ast hann svo upp f óholdum. Fýllinn þrífst bezt móti
norðri, og þar eru hvannstóðin í björgunum, sem hann
sækist mjög eftir að búa hreiður sín í, stórvöxnust.
Taðremma, -u, -ur, kvk., sama sem remmuláki. Bruna-
láki, sama.
Gubbuláki, lítt vaxinn fýlungi, sem er þungur af átu.
Suelta sig, regl. Nú er fýllinn farinn að svelta sig var
sagt um fýlungann nokkru áður en hann yfirgaf hreiðrið.
En gamli fýllinn, sem býr ungann til flugs, lætur hann
svelta dögum saman undir flugið, til þess að hann verði
ljettari á sjer og þolnari á fluginu, og hjálpaði þetta