Andvari - 01.01.1927, Qupperneq 120
118
Þættir úr menningarsögu Vestmannaeyja
Andvari
mörgum fýlunganum til að komast undan veiðimannin-
um, en ósveltur fugl er svo þungur á sjer af átu og
mör, að hann getur að eins skamma stund haldið sjer
uppi á flugi. Jafnframt sveltunni reynir fuglinn ákaft
á vængina til þess að stæla þá undir flugið, og segir
ólk þá, að nú sje fuglinn farinn að reyna sig. Glöggvir
og aðgætnir fýlabændur veittu því allajafna athygli, hvort
fuglinn væri farinn að svelta sig eða reyna sig, og þótti
þá ekki til setunnar boðið með að hefja veiðiaðförina.
Rifa, -u, -ur, kvk., rifinn og- marinn fýlungi. Þegar
fuglabjargið er aðsótt og fýlunginn tekinn og drepinn,
fleygir veiðimaðurinn fuglinum jafnóðum niður fyrir, og
er hann svo seinna tíndur saman, en í fallinu rifnar
hann oft á nibbum og nefjum, og fuglinn, sem þannig
er útleikinn, kallaður rifa og honum skift sjer.
Taka heima. Sagt er að fuglinn taki heima, um fýl-
unga, lunda og svartfugl, þegar hann kemur aftur í
björgin að vorinu eða seint á útmánuðum til að taka
sjer aðsetur og verpa. Hvort fuglinn tekur vel eða illa
heima, er miðað við það hvað mikið af honum verpir.
Fýlunginn er kyrr mestan ársins hring, að eins lítinn
tíma, að útlíðanda sumri, þegar allur unginn er burtu,
eða fyrir miðjan september, hverfur fýllinn úr fjöllunum
um nokkurra vikna tíma, en kemur þá aftur. Samt er
sagt um fýlinn, að hann taki heima á vorin, þegar hann
hreiðrar um sig og verpir.
Fýlabæli, -is, hvk., hreiður fýlungans. Verpir fýllinn
á bert bergið, helzt þar sem einhver laut er eða eitt-
hvert aðhald, svo eggið velti ekki út fyrir. Fýllinn verpir
þó mest í grastóm og graskökkum utan í berginu
og í djúpu hvannstóði, og þar getur hann hlúð betur
að sjer.
Fýlakoppur, -s, -ar, kk., sama og fýlabæli.