Andvari - 01.01.1927, Side 123
Andvari
Þættir úr menningarsögu Vestmannaeyja
121'
áttu að láta göngumann. Átta jarðir áttu, eins og áður
segir, gönguna ár hvert upp á Súlnasker.
Fjallamaður, maður, sem getur sigið og farið utan
í björg.
Liggja á bát, um þá, sem eru í bátunum, meðan
göngumennirnir aðsækja, og taka þeir við fuglinum, sem
göngumennirnir fleygja niður umhverfis eyna, sem farið
er í, og safna upp í bátinn.
Bátslegumaður, maður, sem liggur á bát, þegar verið
er til fýla. Minna þótti til þess koma að liggja á bát,
heldur en að ganga.
Ganga, klifra eða síga utan í. Hann gekk í dag, var
sagt, það er fór utan í.
Fara til fýla, fara til fýlungaveiða.
Fýla, -aði, fýlað, veiða fýl. Þeir fýluðu vel í dag,.
veiddu vel.
Fýlakeppur, -s, -ar, kk., barefli, er menn höfðu í
höndum til að rota með fýlungann. Sjá hjer að framan
um súluna.
Keppól, -ar, -ar, kvk., band eða ól, sem var fest í
endann á fýlakeppnum og var ólinni brugðið upp á úln-
liðinn og keppnum haldið þannig.
Keppfýll. 1 hverri ferð, sem farin var, máttu veiði-
mennirnir hyer velja sjer af óskiftu, þrjá og stundum
fjóra vænstu fýlana, er þeir fundu. Var það siður að
festa þá í keppólina og því líklega kallaðir keppfýlar.
I Heimakletti, er verið var 8 til 9 daga að aðsækja,
fengu fýlamennirnir þannig minnst 24 keppfýla hver af
óskiftu. Keppfýll eða vænsti fýll var kringum aldamótin
síðustu og nokkuð fram yfir þau seldur á 10 til 12 aura
stykkið. Ein súla var metin til jafns við þrjá fýla.
Leigumáh, -a, -ar, kk., jarðir þær, sem höfðu sömu
úteyjar undir, voru kallaðar að vera í sama leigumála,.